
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, segist ánægður með byrjun Englands á HM en segir að liðið verði að spila enn betur í þeim tveimur leikjum sem það eigi eftir í riðlinum.
England vann 6-2 sigur gegn Íran í leik þar sem Bukayo Saka skoraði tvívegis.
England vann 6-2 sigur gegn Íran í leik þar sem Bukayo Saka skoraði tvívegis.
„Þetta er mjög góð byrjun en við verðum að gera enn betur. Það er gleðiefni að vinna með þessum mun og spila svona eins og við gerðum stærsta hluta leiksins. En við eigum ekki að fá á okkur tvö mörk á þessu stigi leiksins og við þurfum að laga ýmsa hluti," segir Southgate.
„Það voru samtals 24 mínútur í uppbótartíma svo við þurftum að halda einbeitingu yfir langan tíma. En við misstum aðeins einbeitinguna og þegar við hægjum ferðina þá erum við ekki eins áhrifaríkir."
Hér má sjá mörkin úr leiknum:
Markasúpa þegar England vann Íran 6-2 á HM. Hér eru öll mörkin. pic.twitter.com/ttvE33Wzsi
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 21, 2022
England 6 - 2 Íran
1-0 Jude Bellingham ('35 )
2-0 Bukayo Saka ('43 )
3-0 Raheem Sterling ('45 )
4-0 Bukayo Saka ('62 )
4-1 Mehdi Taremi ('65 )
5-1 Marcus Rashford ('71 )
6-1 Jack Grealish ('90 )
6-2 Mehdi Taremi (90, víti)
Athugasemdir