Króatíski bakvörðurinn Sime Vrsaljko hefur verið leystur undan samningi hjá gríska stórveldinu Olympiakos.
Vrsaljko er búinn með tæpa sex mánuði af þriggja ára samning en hefur lítið sem ekkert spilað fyrir Olympiakos á dvöl sinni hjá félaginu.
Vrsaljko er 30 ára gamall og þótti einn af betri hægri bakvörðum fótboltaheimsins þegar hann var uppá sitt besta. Hann meiddist fyrir HM 2018 og spilaði meiddur á mótinu og hefur ekki verið samur eftir það.
Talið er líklegt að Vrsaljko leggi annað hvort skóna á hilluna eða reyni fyrir sér með Hajduk Split eða Dinamo Zagreb í króatísku deildinni.
Athugasemdir