Mbeumo, Wirtz, Diomande, Quenda, Nypan, Van Nistelrooy, Cherki og fleiri góðir í slúðri dagsins
   þri 21. desember 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Ásgeir Páll Magnússon (Keflavík)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Björgvin Stefán - fyrirmynd
Björgvin Stefán - fyrirmynd
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Unnar Ari - gæði
Unnar Ari - gæði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Dagur Ingi - góður drengur
Dagur Ingi - góður drengur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fred - gæði
Fred - gæði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hilmar Freyr - fyrirmynd.
Hilmar Freyr - fyrirmynd.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ásgeir Páll gekk í raðir Keflavíkur frá uppeldisfélagi sínu Leikni Fáskrúðsfirði fyrr í mánuðinum. Hann er bakvörður sem kemur til með að auka samkeppnina í öfstustu línu hjá Keflvíkingum.

Ásgeir fékk atkvæði í úrvalslið ársins í 2. deild í sumar þrátt fyrir að Leiknir hefði átt vonbrigðatímabil. Hann var einnig tilnefndur í lið ársins 2019. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Ásgeir Páll Magnússon

Gælunafn: Var oft kallaður Geiri þegar ég var í Leikni.

Aldur: 21 árs

Hjúskaparstaða: Í sambúð.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2017.

Uppáhalds drykkur: Mjólk.

Uppáhalds matsölustaður: Askur Pizzeria.

Hvernig bíl áttu: Er á Dacia Duster eins og er.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Game of Thrones þrátt fyrir að síðasta serían hefði verið hræðileg. The Office líka geggjaðir.

Uppáhalds tónlistarmaður: Freddie Mercury.

Uppáhalds hlaðvarp: Steve Dagskrá og Dr. Football.

Fyndnasti Íslendingurinn: Siggi Sigurjóns.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "Viljum minna thig a ad thin bidur sending..." - Pósturinn.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Hefði alltaf sagt Fjarðabyggð en það er varla hægt lengur svo ég segi Þór Akureyri.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Fred Sariavia var rosalega góður í báðum leikjunum gegn okkur í Lengjudeildinni 2020.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Líst mjög vel á Sigga Ragga. Hef haft marga góða sem hafa kennt mér mismunandi hluti, Binna (Brynjar Skúlason), Vidda (Viðar Jónsson), Villa (Vilberg Marinó Jónasson) og fleiri.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Andri Júlíusson er skemmtilega óþolandi.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Björgvin Stefán Pétursson og Hilmar Freyr Bjartþórsson voru það báðir.

Sætasti sigurinn: Þegar við unnum Fjarðabyggð, eftir að hafa verið undir í hálfleik, í síðasta leik sumarsins árið 2019 og tryggðum okkur sigur í 2. deildinni.

Mestu vonbrigðin: Að falla úr Lengjudeildinni 2020 án þess að fá að klára mótið.

Uppáhalds lið í enska: Tottenham Hotspur.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Unnar Ari Hansson.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Almar Daði Jónsson.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Er í sambandi og hef því ekki augu fyrir öðrum konum.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Lionel Messi, engin spurning.

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Erfitt að segja, er ennþá að kynnast nýju liðsfélugunum.

Uppáhalds staður á Íslandi: Ætli það sé ekki bara Íþróttahúsið heima (á Fáskrúðsfirði).

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Á Króksmóti fyrir mörgum árum skammaði ég frænda minn og markmann liðsins (Bersgvein Ás Hafliðason) fyrir að gefa vítaspyrnu, ekki þá fyrstu á mótinu. Hann tók því ekki vel og hljóp hraðar en nokkur maður hefur gert upp Nafirnar á tjaldsvæðið og kom ekki aftur og ég neyddist til að fara í markið í vítinu. Sem ég varði ekki.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég reyni að fylgjast aðeins með ýmsum íþróttum, horfði aðeins á Formúluna en fylgist lang mest með Fótbolta.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Hef verið í Predator síðustu ár.

͍hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Var oft nálægt því að deyja úr dönsku.

Vandræðalegasta augnablik: Áður en ég kynntist kærustunni minni potaði ég óvart í augað á henni á balli.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Guðmund Arnar því hann er úrræðagóður. Hlyn Bjarnason og Dag Inga því þeir eru góðir drengir.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég er tvíburi.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Robert Winogrodzki, mjög skemmtilegur og litríkur karekter.

Hverju laugstu síðast: Reyndi að ljúga að ég væri með stúdentakort til að fá afslátt í Hámu.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Að hita upp.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Dele Alli, hvað gerðist?
Athugasemdir
banner