City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
   fim 19. desember 2024 14:49
Elvar Geir Magnússon
Pereira orðinn stjóri Úlfanna (Staðfest)
Vitor Pereira er kominn í enska boltann.
Vitor Pereira er kominn í enska boltann.
Mynd: Getty Images
Úlfarnir hafa staðfest ráðningu á Vitor Pereira en hann hefur gert átján mánaða samning og tekur við sem stjóri af Gary O’Neil sem var rekinn á sunnudag.

Portúgalinn Pereira kemur frá Al-Shabab í Sádi-Arabíu en á ferilskrá hans eru landstitlar í Grikklandi, Portúgal og Kína.

Wolves er í næst neðsta sæti í ensku úrvalsdeildinni og hefur tapað fjórum síðustu leikjum. Fyrsti leikur liðsins með Pereira við stjórnartaumana verður gegn Leicester á sunnudag, liði sem er tveimur sætum og fimm stigum fyrir ofan.

Pereira er 56 ára og hefur þjálfað í fimm löndum en aðeins einu sinni verið meira en tvö ár hjá sama félaginu. Þetta er fyrsta starf hans í ensku úrvalsdeildinni.

Pereira hefur í nokkur skipti verið nálægt því að taka við Everton en árið 2022 mótmæltu stuðningsmenn liðsins því að hann yrði ráðinn. Stuðningsmenn kölluðu eftir Frank Lampard og varð að ósk sinni.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 15 11 3 1 31 13 +18 36
2 Chelsea 16 10 4 2 37 19 +18 34
3 Arsenal 16 8 6 2 29 15 +14 30
4 Nott. Forest 16 8 4 4 21 19 +2 28
5 Man City 16 8 3 5 28 23 +5 27
6 Bournemouth 16 7 4 5 24 21 +3 25
7 Aston Villa 16 7 4 5 24 25 -1 25
8 Fulham 16 6 6 4 24 22 +2 24
9 Brighton 16 6 6 4 26 25 +1 24
10 Tottenham 16 7 2 7 36 19 +17 23
11 Brentford 16 7 2 7 32 30 +2 23
12 Newcastle 16 6 5 5 23 21 +2 23
13 Man Utd 16 6 4 6 21 19 +2 22
14 West Ham 16 5 4 7 21 29 -8 19
15 Crystal Palace 16 3 7 6 17 21 -4 16
16 Everton 15 3 6 6 14 21 -7 15
17 Leicester 16 3 5 8 21 34 -13 14
18 Ipswich Town 16 2 6 8 16 28 -12 12
19 Wolves 16 2 3 11 24 40 -16 9
20 Southampton 16 1 2 13 11 36 -25 5
Athugasemdir
banner
banner
banner