Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   þri 22. ágúst 2023 08:30
Elvar Geir Magnússon
Sterkastur í 20. umferð - Tók forystuna í baráttunni um gullskóinn
Emil Atlason (Stjarnan)
Emil Atlason er leikmaður 20. umferðar.
Emil Atlason er leikmaður 20. umferðar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Aðra umferðina í röð er Emil Atlason, sóknarmaður Stjörnunnar, leikmaður umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar.

„Ekkert sérstaklega erfitt val í dag. Skoraði auðvitað þrennu og er orðinn markahæstur í deildinni en mér fannst hann líka vera að sinna varnarvinnu vel," skrifaði Elíza Gígja Ómarsdóttir í skýrslu um 3-1 sigur Stjörnunnar gegn KR.

Stjarnan er á flottri siglingu og Emil er kominn með tólf mörk í fjórtán leikjum spiluðum. Hann hefur misst af sex leikjum vegna meiðsla en er samt á toppnum. Með þrennunni í gær tók hann forystuna í baráttunni um gullskóinn.

Markahæstir í Bestu deildinni:
12 mörk - Emil Atlason (Stjarnan)
11 - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
10 - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
10 - Nikolaj Hansen (Víkingur)
10 - Birnir Snær Ingason (Víkingur)
8 - Fred (Fram)
8 - Kjartan Henry Finnbogason (FH)
8 - Adam Ægir Pálsson (Valur)

Sterkustu leikmenn:
19. umferð - Emil Atlason (Stjarnan)
18. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
17. umferð - Matthías Vilhjálmsson (Víkingur)
16. umferð - Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
15. umferð - Birnir Snær Ingason (Víkingur)
14. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
13. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
12. umferð - Ingvar Jónsson (Víkingur)
11. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
10. umferð - Fred Saraiva (Fram)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Emil Atla: Það var markmiðið mitt
Innkastið - Vantaði bara að bikarinn færi á loft
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner