
Ein óvæntustu úrslit í sögu heimsmeistaramótsins voru að eiga sér stað þar sem Argentína tapaði fyrir Sádí-Arabíu.
Þetta er fyrsta tap Argentínu - sem þykir á meðal sigurstranglegustu liða keppninnar - í 36 leikjum. Eða er kannski rétt að segja núna: Þótti á meðal sigurstranglegustu liða keppninnar?
Það er athyglisvert að Sádí-Arabía spilaði á dögunum vináttulandsleik gegn hálfgerðu B-landsliði Íslands. Sá leikur endaði með naumum, en sanngjörnum, 1-0 sigri Sádí-Arabíu.
Í byrjunarliði Sádí-Arabíu gegn Íslandi voru átta af ellefu leikmönnunum sem byrjuðu á móti Argentínu í dag. Þar á meðal var Salem Al Dawsari sem gerði sigurmarkið stórkostlega.
Byrjunarlið Íslands gegn Sádí-Arabíu var svona:
13. Hákon Rafn Valdimarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson
9. Óttar Magnús Karlsson
10. Valdimar Þór Ingimundarson
14. Róbert Orri Þorkelsson
16. Dagur Dan Þórhallsson
17. Aron Einar Gunnarsson
18. Jónatan Ingi Jónsson
20. Rúnar Þór Sigurgeirsson
22. Ísak Snær Þorvaldsson
Sjá einnig:
Sádí-Arabía 1 - 0 Ísland (textalýsing)
Athugasemdir