
Stuðningsmenn Sádí-Arabíu voru hressir eftir ótrúlegan sigur liðsins gegn Argentínu á HM í dag.
Ein óvæntustu úrslitin í sögu heimsmeistaramótsins í fótbolta áttu sér stað í morgun þegar Sádar unnu Argentínumenn.
Ein óvæntustu úrslitin í sögu heimsmeistaramótsins í fótbolta áttu sér stað í morgun þegar Sádar unnu Argentínumenn.
Lionel Messi, einn besti fótboltamaður sögunnar, átti ekki alveg sinn besta dag þó hann hafi skorað úr vítaspyrnu.
Eftir leik tóku stuðningsmenn Sádí-Arabíu upp á því að fagna að hætti Cristiano Ronaldo.
Hávær umræða hefur verið um það síðustu árin hvort annar þeirra sé besti fótboltamaður sögunnar, það er að segja Messi eða Ronaldo. Fólk skiptist í fylkingar.
Hér fyrir neðan má sjá stuðningsmenn Sádí-Arabíu eftir leikinn sem fór fram í morgun.
Saudi Arabia fans with the Cristiano Ronaldo celebration in front of the Argentines. 😂 pic.twitter.com/XUMhD9GqSQ
— TC (@totalcristiano) November 22, 2022
Athugasemdir