Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mán 23. mars 2020 11:04
Magnús Már Einarsson
Vinnuhópur skipaður til að skoða fjármál íslenskra félaga
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í síðustu viku að skipa vinnuhóp með fulltrúum KSÍ, ÍTF, Leikmannasamtökunum, KÞÍ, og fulltrúa félaganna í neðri deildum, sem rýnir í fjármál félaga í kjölfar kórónuveirunnar.

ÍTF skrifaði stjórn KSÍ bréf í síðustu viku þar sem lýst var yfir áhyggjum af fjármálum. Miklir óvissutímar eru framundan, þar sem fastur kostnaður helst óbreyttur en allar tekjuforsendur eru brostnar.

„Við höfum eðlilega áhyggjur af stöðunni. Við þurfum að fara saman í að greina það hvernig við getum tekist sem best á við þennan vanda saman. Við vonum að ástandið vari ekki of lengi en þetta hefur tvímælalaust áhrif á efnahagslifið og á íþróttahreyfinguna sem sækir fjármagn út í atvinnulífið. Við þurfum að takast á við þetta í sameiningu," sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ við Fótbolta.net í dag.

Um helgina kynnti mennta- og menningarmálaráðuneytið að 750 milljónum króna verði bætt við til menningar og íþróttamála á árinu vegna kórónuveirunnar.

„Við ætlum að skipa vinnuhóp sem á að fara yfir ástandið. Við fengum auðvitað þessi úrræði stjórnvalda á laugadaginn þegar þau voru kynnt og erum að greina hvernig það nýtist okkur. Það er ekki allt orðið klárt þar, hvernig sjóðurinn mun virka fyrir mennningar og íþróttageirann. Við þurfum að fá nánari útfæslu á því og það mun taka einhvern tíma."

„Síðan eru þessi úrræði fyrir launþega og verktaka sem geta nýst í knattspyrnuhreyfingunnni. Við erum að vinna með Deloitte að greina það. Við fundum í dag til að fara yfir málið og skoða hvað við getum gert sem hreyfing til að vinna sem best úr þessari stöðu. Við erum með leikmannasamtökin þarna inni ásamt aðildarfélögum ÍTF og KÞÍ. Við ætlum að nálgast þetta á breiðum grunni og reyna að leita að lausnum fyrir aðildarféögin af bestu getu."


Kemur til greina að KSÍ styrki aðildarsamböndin fjárhagslega í ljósi ástandsins? „Það verður allt til skoðunar í þessu sambandi. Við þurfum að athuga hvernig þetta hefur áhrif á rekstur sambandsins og líka aðildarfélögin. Þetta verður allt skoðað. Við þurfum að takast á við þetta af yfirvegun og skynsemi," sagði Guðni en starfshópurinn stefnir á að starfa hratt og örugglega.

„Við ætlum að reyna að vinna þetta hratt en vel og vanda til verka. Ég held að að það sé mjög mikilvægt að allir séu tilbúnir að leggja sitt að mörkum, leikmenn og allir sem að þessu koma. Við reynum að finna sem bestar leiðir og ég er bjartsýnn á að það takist,"

Sjá einnig:
Haraldur Haralds: Félög í greiðsluvanda strax um mánaðamót
Birgir hjá ÍTF kallar eftir aðgerðum - Hefur áhyggjur af félögum
Sævar Péturs: Mun koma niður á mörgum félögum
„Ástandið hjá íþróttafélögunum miklu alvarlegra en í hruninu"
Útvarpsþátturinn - Krísufundur íslenska boltans
Athugasemdir
banner