Man Utd gæti átt von á tilboði frá Napoli í Alejandro Garnacho - Bayern München vill Mainoo - Man City til í að hleypa Walker frítt
   sun 25. júní 2023 13:35
Elvar Geir Magnússon
Lið og leikmaður 8. umferðar - Tvö mörk úr vinstri bakverðinum
Lengjudeildin
Símon Logi Thasapong er leikmaður umferðarinnar.
Símon Logi Thasapong er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurjón Daði er í úrvalsliðinu í fjórða sinn.
Sigurjón Daði er í úrvalsliðinu í fjórða sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Hannes Stefánsson.
Baldur Hannes Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Afturelding er með tveggja stiga forystu á toppi Lengjudeildarinnar eftir 8. umferðina. Fjölnir er með 18 stig í öðru sæti og ÍA og Grindavík koma þar á eftir með 14 stig. Í gær lauk 8. umferðinni.

Leikmaður umferðarinnar:
Símon Logi Thasapong
Sóknarmaðurinn ungi skoraði þrennu, öll þrjú mörk Grindavíkur í 3-1 útisigri gegn Ægi við erfiðar aðstæður í roki og rigningu í Þorlákshöfn. Símon er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Grindavíkur og þær vinsældir minnka ekki við þessa frammistöðu.



Grindavík á annan fulltrúa í úrvalsliðinu en það er varnarmaðurinn Bjarki Aðalsteinsson. Elmar Þór Jónsson skilaði tveimur mörkum úr vinstri bakverðinum, þar af marki beint úr horni, í 2-2 jafntefli Njarðvíkur og Þórs.

Sigurganga Aftureldingar stöðvaðist í Breiðholti þar sem liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Leikni. Daníel Finns Matthíasson skoraði bæði mörk Leiknis og var valinn maður leiksins. Elmar Kári Enesson Cogic skoraði fyrra mark Aftureldingar. Ingvi Rafn Óskarsson var í tapliði en er samt sem áður í liði umferðarinnar.

ÍA hefur stokkið upp töfluna með þremur sigrum í röð. Jón Þór Hauksson er þjálfari umferðarinnar en Skagamenn unnu 4-3 útisigur gegn Selfossi þar sem Indriði Áki Þorláksson var valinn maður leiksins.

Vestri fór í Grafarvoginn og sótti 1-1 jafntefli þar sem Silas Songani sýndi flott tilþrif og lagði upp jöfnunarmark Vestra. Sigurjón Daði Harðarson markvörður Fjölnis er í marki í úrvalsliðinu.

Baldur Hannes Stefánsson var valinn maður leiksins þegar Þróttur vann 2-1 sigur gegn Gróttu. Jörgen Pettersen skoraði sigurmark Þróttar.

Lið umferðarinnar:
7. umferð - Arnór Gauti Ragnarsson (Afturelding)
6. umferð - Aron Elí Sævarsson (Afturelding)
5. umferð - Sigurjón Daði Harðarson (Fjölnir)
4. umferð - Axel Freyr Harðarson (Fjölnir)
3. umferð - Sam Hewson (Þróttur)
2. umferð - Valdimar Jóhannsson (Selfoss)
1. umferð - Guðjón Pétur Lýðsson (Grindavík)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner