Sterkasta lið umferðarinnar í boði Steypustöðvarinnar er ansi varnarsinnað eftir 16. umferðina. Ekki er það algengt!
Víkingur er með sex stiga forystu á toppnum eftir 2-1 útisigur gegn KR. Varnarmaðurinn Oliver Ekroth var maður leiksins en hann var frábær í öftustu línu. Þrátt fyrir tap KR var Atli Sigurjónsson mjög öflugur.
Víkingur er með sex stiga forystu á toppnum eftir 2-1 útisigur gegn KR. Varnarmaðurinn Oliver Ekroth var maður leiksins en hann var frábær í öftustu línu. Þrátt fyrir tap KR var Atli Sigurjónsson mjög öflugur.
Valur er í öðru sæti og vann Fram 1-0 þar sem markvörðurinn Frederik Schram og miðvörðurinn Elfar Freyr Helgason voru bestu menn.
Breiðablik er í þriðja sæti en liðið vann 3-1 sigur gegn ÍBV. Höskuldur Gunnlaugsson og Davíð Ingvarsson eru í úrvalsliðinu.
Fylkir komst upp úr fallsæti með því að vinna FH með markatölunni 4-2 í annað sinn í sumar. Hinn nítján ára gamli Ómar Björn Stefánsson var hetja Fylkis. Hann kom inn sem varamaður á 75. mínútu, skoraði síðan og lagði upp í uppbótartímanum. Orri Sveinn Stefánsson var gjörsamlega frábær í vörn Árbæinga og Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari umferðarinnar.
KA vann 4-3 sigur gegn Keflavík í rosalegum leik suður með sjó. Hallgrímur Mar Steingrímsson var gjörsamlega geggjaður, lagði upp tvö mörk og skoraði eitt. Bjarni Aðalsteinsson skoraði tvö mörk í leiknum.
Jóhann Árni Gunnarsson var maður leiksins í 1-1 jafntefli Stjörnunnar gegn HK í Kórnum. Hann átti stoðsendingu, var öruggur á boltanum og dreifði spili Stjörnumanna.
Sjá einnig:
Sterkasta lið 15. umferðar
Sterkasta lið 13. umferðar
Sterkasta lið 12. umferðar
Sterkasta lið 11. umferðar
Sterkasta lið 10. umferðar
Sterkasta lið 9. umferðar
Sterkasta lið 8. umferðar
Sterkasta lið 7. umferðar
Sterkasta lið 6. umferðar
Sterkasta lið 5. umferðar
Sterkasta lið 4. umferðar
Sterkasta lið 3. umferðar
Sterkasta lið 2. umferðar
Sterkasta lið 1. umferðar
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir