Hallgrímur Mar Steingrímsson (KA)
Hallgrímur Mar Steingrímsson í KA er leikmaður 16. umferðar Bestu deildarinnar, í boði Steypustöðvarinnar.
Hallgrímur skoraði frábært sigurmark í mikilvægum 4-3 útisigri KA gegn Keflavík, með þrumuskoti í slá og inn. Auk þess lagði hann upp tvö mörk í þessum stórskemmtilega leik sem fram fór í gær.
Þetta var annað markið sem hann skorar í sumar en hann er auk þess stoðsendingahæstur í deildinni ásamt Höskuldi Gunnlaugssyni í Breiðablik. Hallgrímur er með átta stoðsendingar og því samtals tíu mörk + stoðsendingar. Hann er einu marki eða stoðsendingu frá því að bæta framlag sitt í fyrra.
Hann skorar hæst í væntum stoðsendingum (exprected assists) með 6,27 svo hann er að koma liðsfélögum sínum í frábærar stöður og er í áttund sæti yfir flestar skottilraunir.
Hallgrímur skoraði frábært sigurmark í mikilvægum 4-3 útisigri KA gegn Keflavík, með þrumuskoti í slá og inn. Auk þess lagði hann upp tvö mörk í þessum stórskemmtilega leik sem fram fór í gær.
Þetta var annað markið sem hann skorar í sumar en hann er auk þess stoðsendingahæstur í deildinni ásamt Höskuldi Gunnlaugssyni í Breiðablik. Hallgrímur er með átta stoðsendingar og því samtals tíu mörk + stoðsendingar. Hann er einu marki eða stoðsendingu frá því að bæta framlag sitt í fyrra.
Hann skorar hæst í væntum stoðsendingum (exprected assists) með 6,27 svo hann er að koma liðsfélögum sínum í frábærar stöður og er í áttund sæti yfir flestar skottilraunir.
„Á sínum degi er Hallgrímur Mar snillingur í fótbolta og erfitt að stoppa hann. Þegar hann setti í gang í dag var hann allt í öllu,“ skrifaði Hafliði Breiðfjörð í skýrslu sinni um leikinn.
Hallgrímur Mar er spyrnumaður góður og hornspyrnur hans voru skeinuhættar og sköpuðu usla í teig Keflavíkur auk þess að skila mörkum.
„Það er erfiðara að skora úr horni en að setja hann fyrir þannig að ég gef kredit á strákanna í boxinu fyrir að klára þetta," sagði Hallgrímur sjálfur eftir leikinn en viðtalið má sjá í heild hér að neðan. Auk þess að leggja upp skoraði Hallgrimur glæsilegt mark.
„Það voru einhverjir sem blótuðu mér fyrir að skjóta í fyrsta en þeir þegja núna."
Sterkustu leikmenn:
15. umferð - Birnir Snær Ingason (Víkingur)
13. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
12. umferð - Ingvar Jónsson (Víkingur)
11. umferð - Davíð Snær Jóhannsson (FH)
10. umferð - Fred Saraiva (Fram)
9. umferð - Tryggvi Hrafn Haraldsson (Valur)
8. umferð - Gísli Eyjólfsson (Breiðablik)
7. umferð - Adam Ægir Pálsson (Valur)
6. umferð - Birkir Már Sævarsson (Valur)
5. umferð - Sigurður Egill Lárusson (Valur)
4. umferð - Stefán Ingi Sigurðarson (Breiðablik)
3. umferð - Ísak Andri Sigurgeirsson (Stjarnan)
2. umferð - Oliver Ekroth (Víkingur)
1. umferð - Örvar Eggertsson (HK)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir