Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 25. ágúst 2021 17:12
Daníel Smári Magnússon
Byrjunarlið KA og Breiðabliks: Komast Blikar á toppinn?
Jakob Snær byrjar
Viktor Örn er í banni, en Finnur bróðir hans kemur inn í byrjunarliðið.
Viktor Örn er í banni, en Finnur bróðir hans kemur inn í byrjunarliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stórleikur KA og Breiðabliks hefst kl. 18:00 á Greifavellinum. Vinni heimamenn eru þeir aðeins tveimur stigum á eftir Blikum, sem sitja í 3. sæti og þremur á eftir toppliðunum Val og Víking R. Hafi Breiðablik betur þá tylla þeir sér á topp deildarinnar.

KA menn gera eina breytingu á liði sínu en Elfar Árni Aðalsteinsson fær sér sæti á bekknum en í hans stað kemur Jakob Snær Árnason.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, neyðist til að breyta sínu liði frá sigurleiknum gegn KA á laugardaginn en Viktor Örn Margeirsson og Alexander Helgi Sigurðarson taka út leikbann. Inn koma Finnur Orri Margeirsson og Andri Rafn Yeoman.

Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu á leiknum

Byrjunarlið KA
13. Steinþór Már Auðunsson (m)
4. Rodrigo Gomes Mateo
5. Ívar Örn Árnason
8. Sebastiaan Brebels
10. Hallgrímur Mar Steingrímsson
11. Ásgeir Sigurgeirsson (f)
20. Mikkel Qvist
26. Mark Gundelach
27. Þorri Mar Þórisson
29. Jakob Snær Árnason
77. Bjarni Aðalsteinsson

Byrjunarlið Breiðabliks
1. Anton Ari Einarsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Höskuldur Gunnlaugsson (f)
8. Viktor Karl Einarsson
10. Árni Vilhjálmsson
11. Gísli Eyjólfsson
14. Jason Daði Svanþórsson
18. Finnur Orri Margeirsson
20. Kristinn Steindórsson
25. Davíð Ingvarsson
30. Andri Rafn Yeoman

Beinar textalýsingar:
18:00 FH - Keflavík
18:00 KA - Breiðablik
18:00 ÍA - KR
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner