Viðar Ari Jónsson, leikmaður FH, er spámaður umferðarinnar í Lengjudeildinni sem hefst í dag og lýkur með tveimur leikjum á morgun. Viðar er uppalinn í Fjölni.
Kristófer Páll, leikmaður Reynis, spáði í síðustu umferð og var með einn réttan.
Kristófer Páll, leikmaður Reynis, spáði í síðustu umferð og var með einn réttan.
Þór 1 - 1 Njarðvík (í dag 17:00)
Baráttuleikur sem endar 1-1.
Grindavík 3 - 0 Ægir (í kvöld 18:00)
Grindavík tekur þennan 3-0 þæginlega.
ÍA 2 - 0 Selfoss (í kvöld 18:00)
Skagamenn harðir fyrir og skora tvö í fyrri og sigla þessu heim.
Grótta 2 - 2 Þróttur (í kvöld 19:15)
Jafntefli hér.. Grótta verður sennilega yfir en þróttararnir seigir og Steven Lennon skorar 2.
Afturelding 2 - 1 Leiknir (á morgun 13:00)
Spennandi leikur en UMFA klára þetta undir lokin, Bjarni Páll setur sennilega seinna markið.
Vestri 0 - 3 Fjölnir (á morgun 13:00)
Fjölnismenn fara vestur og gera góða ferð. Býst við solid leik hjá þeim og þeir taka stigin 3 með heim í Grafarvog.
Fyrri spámenn:
Björn Axel Guðjónsson (5 réttir)
Arnþór Ari Atlason (4 réttir)
Eggert Aron Guðmundsson (4 réttir)
Tryggvi Hrafn Haraldsson (3 réttir)
Þráinn Orri Jónsson (3 réttir)
Gunnar Birgisson (3 rétt)
Nablinn (2 réttir)
Benóný Breki (2 réttir)
Gunnar Þorsteinsson (2 réttir)
Birnir Snær Ingason (2 réttir)
Sævar Atli Magnússon (2 réttir)
Kristófer Páll Viðarsson (1 réttur)
Aron Jóhannsson (1 réttur)
Kjartan Kári Halldórsson (0 réttir)
Hrannar Björn Steingrímsson (0 réttir)
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir