Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 26. september 2022 18:01
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið kvöldsins: Shaw, Gnonto og Musiala byrja
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Það fara fjórir leikir fram í A-deild Þjóðadeildarinnar í kvöld þar sem nokkur af stærstu liðum Evrópu mæta til leiks.


Það kemur á óvart að Ungverjaland og Ítalía munu eigast um í úrslitaleik um toppsæti riðilsins á meðan fallið lið Englands tekur á móti sögulegum óvinum sínum frá Þýskalandi.

Ungverjaland er óvænt á toppi riðilsins með tíu stig en Ítalir eru með átta stig og þurfa því sigur á útivelli til að tryggja sér toppsætið og þátttökurétt í lokakeppninni.

Ungverjar gera eina breytingu frá 0-1 sigri á útivelli gegn Þýskalandi föstudagskvöldið þar sem Loic Nego, stjörnuleikmaður MOL Fehervar í heimalandinu, tekur byrjunarliðssætið af Daniel Gazdag, leikmanni Philadelphia Union í Bandaríkjunum. Gazdag er með 19 mörk og 9 stoðsendingar í 32 deildarleikjum á tímabilinu.

Ítalir gera einnig eina breytingu frá 1-0 sigri gegn Englandi á föstudaginn þar sem táningurinn Wilfried Gnonto byrjar í fremstu víglínu í stað Gianluca Scamacca. Til gamans má geta að West Ham keypti Scamacca í sumar á meðan Leeds festi kaup á Gnonto.

Ungverjaland: Gulacsi, Lang, Orban, At.Szalai, Fiola, Kerkez, Nagy, Schafer, Nego, Szoboszlai, Ad.Szalai

Ítalía: Donnarumma, Toloi, Bonucci, Acerbi, Di Lorenzo, Dimarco, Barella, Cristante, Jorginho, Raspadori, Gnonto

Stórleikur kvöldsins er á Englandi þar sem tvö af stærstu landsliðum Evrópu mætast. Það er þó ekki verið að spila upp á neitt nema stoltið, þar sem Englendingar eru þegar fallnir með tvö stig eftir fimm umferðir. Þjóðverjar eru með sex stig.

Gareth Southgate breytir um leikkerfi eftir tap gegn Ítalíu fyrir helgi. Luke Shaw og John Stones koma inn í byrjunarliðið fyrir Kyle Walker og Bukayo Saka sem voru einu leikmennirnir sem skipt var af velli í tapinu úti á Ítalíu.

Englendingar nota fimm manna varnarlínu í kvöld á meðan Hansi Flick gerir fjórar breytingar á liðinu sem tapaði heimaleik gegn Ungverjalandi fyrir helgi.

Thilo Kehrer, Nico Schlotterbeck, Jamal Musiala og Kai Havertz koma inn í byrjunarliðið fyrir Antonio Rüdiger, Serge Gnabry, Thomas Müller og Timo Werner.

England: Pope, Stones, Dier, Maguire, James, Shaw, Bellingham, Rice, Foden, Sterling, Kane

Þýskaland: Ter Stegen, Kehrer, Sule, Schlotterbeck, Raum, Kimmich, Gündogan, Hofmann, Musiala, Sane, Havertz


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner