Douglas Luiz fer til Juve - Man Utd í viðræðum um Leny Yoro - Lazio býður í Greenwood - Wan-Bissaka til Tyrklands - West Ham vill Calvert-Lewin -...
   fim 30. maí 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Líkleg byrjunarlið á Kópavogsvelli - Nóg af breytingum
Er Aron Elís tilbúinn að byrja?
Er Aron Elís tilbúinn að byrja?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver er að meira og meira inn í lið Blika.
Oliver er að meira og meira inn í lið Blika.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kiddi og Kiddi í liðinu?
Kiddi og Kiddi í liðinu?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hvert er sterkasta lið Víkings?
Hvert er sterkasta lið Víkings?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Klukkan 20:15 á Kópavogsvelli hefst stórleikur Breiðabliks og Víkings í Bestu deild karla. Leikurinn er liður í 14. umferð deildarinnar, umferð sem klárast í júlí þegar þessi lið eru í Evrópuverkefni. Toppsætið er í boði í kvöld.

Fótbolti.net ræddi við þjálfara liðanna í gær og spáum nokkrum breytingum á hvoru liði.

Blikar unnu nokkuð sannfærandi 1-4 útisigur gegn Fram í síðustu umferð, liðið lék vel í leiknum en þrátt fyrir það spáum við tveimur breytingum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 Víkingur R.

Oliver Sigurjónsson lék tæplega hálfleik í leiknum og við spáum því að hann byrji sinn fyrsta leik á tímabilinu í kvöld. Hann kemur inn á miðsvæðið í stað Patrik Johannesen, mögulega of mikið að láta Patrik byrja tvo leiki í röð svona stuttu eftir endurkomu eftir erfið meiðsli. Svo spáum við því að Kristinn Steindórsson komi inn fyrir Benjamin Stokke.


Það eru nokkrir tæpir vegna meiðsla í liði Víkings en í líklegu byrjunarliði göngum við út frá því að allir séu klárir í að byrja. Við spáum því að Arnar Gunnlaugsson geri eina breytingu frá fyrri leik lliðanna, spáum því að Aron Elís Þrándarson komi inn fyrir Gísla Gottskálk Þórðarson. Frá síðasta leik spáum við heilum fjórum breytingum; Aron Elís, Pablo Punyed, Nikolaj Hansen og Ari Sigurpálsson inn fyrir Matthías Vilhjálmsson, Valdimar Þór Ingimundarson, Helga Guðjónsson og Gísla Gottskálk.

Athugasemdir
banner
banner
banner