Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fim 30. maí 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Salzburg
Rosalegur tvíhöfði í Bestu deildinni - Svona spá álitsgjafarnir
Það verða líklega læti í Kópavoginum.
Það verða líklega læti í Kópavoginum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aron Guðmundsson spáir í spilin.
Aron Guðmundsson spáir í spilin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi verður ekki með Val.
Gylfi verður ekki með Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
 Haraldur Árni Hróðmarsson.
Haraldur Árni Hróðmarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Páll Ástvaldsson.
Jóhann Páll Ástvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristján Óli Sigurðsson.
Kristján Óli Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sverrir Mar hér með frænda sínum Andra Júlíussyni.
Sverrir Mar hér með frænda sínum Andra Júlíussyni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hiti!
Hiti!
Mynd: Fótbolti.net
Stjarnan vann fyrri leikinn gegn Val á tímabilinu, 1-0.
Stjarnan vann fyrri leikinn gegn Val á tímabilinu, 1-0.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það er rosalegt kvöld framundan í Bestu deildinni; tvíhöfði af bestu gerð. Fjögur topplið deildarinnar mætast í æsispennandi innbyrðisviðureignum.

Valur byrjar á heimavelli gegn Stjörnunni. Stjörnum prýddir Valsmenn eru í þriðja sæti, tveimur stigum fyrir ofan Stjörnuna í fjórða sæti. Að leikslokum á Hlíðarenda fer risaslagur af stað þar sem lið Breiðabliks tekur á móti ríkjandi Íslandsmeisturum Víkings í toppslagnum. Þessi lið hafa eldað grátt silfur saman síðustu árin.

Þessir leikir fara fram núna þar sem þessi fjögur lið eru að fara að taka þátt í Evrópukeppni seinna í sumar.

Við á Fótbolta.net fengum nokkra álitsgjafa til að spá í leikina sem eru framundan í kvöld. Svona spáðu þeir leikjunum:

Aron Guðmundsson, íþróttafréttamaður á Vísi og Stöð 2
Valur 2 - 1 Stjarnan
Óbragðið í munni Valsmanna eftir fyrri leik liðanna í Garðabænum er töluvert. Þeir hafa enn ekki tapað leik á heimavelli og það mun áfram verða staðan eftir leikinn gegn Stjörnunni. Ég spái hins vegar mjög kaflaskiptum leik þar sem að Valsmenn lenda undir snemma í fyrri hálfleik. Þeir koma hins vegar til baka og vinna að lokum 2-1 endurkomusigur þar sem að þrumufleygur frá tengdasyni Bolungarvíkur, Birki Má Sigurðssyni, halar heim stigunum þremur.

Breiðablik 3 - 2 Víkingur R.
Fyrir mót og í ljósi brotthvarfs Óskars Hrafns frá Blikum sem og Bestu deildinni mátti heyra umræðu þess efnis að rígurinn milli Breiðabliks og Víkings Reykjavíkur væri hreinlega dauður. Staðan í deildinni núna, sem og spennan fyrir leiknum sjálfum er hins vegar ljóslifandi dæmi um að lengi lifir í gömlum glæðum. Ég sé ekkert koma í veg fyrir stórskemmtilegan bræðing á Kópavogsvelli. Blikarnir eru á nákvæmlega sömu siglingu fyrir leik sinn í 9.umferð á síðasta tímabili, nema bara sæti ofar, og mæta til leiks eftir þrjár sannfærandi frammistöðu í undanförnum leikjum. Þeir eiga möguleika á að jafna Víkinga á toppi deildarinnar. Meistararnir hafa sömuleiði verið sannfærandi. Fyrir utan herfilegt hliðarskref í Kórnum hafa þeir sýnt sannan meistarabrag. En reynist Kópavogurinn þeim aftur þrándur í götu? Við fáum markaveislu, vafaatriði og dramatískt sigurmark frá sjálfum Jasoni Daða Svanþórssyni undir lok leiks. Sem í ljósi allrar umræðu undanfarinna vikna verður sögulínan sem við þurfum upp á framhaldið í deildinni að gera. Að lokinni 9. umferð verða því aðeins þrjú stig sem skilja að fyrsta og þriðja sæti deildarinnar.

Haraldur Árni Hróðmarsson, fótboltaþjálfari
Valur 3 - 1 Stjarnan
Ég reikna með tveimur stórskemmtilegum leikjum og miklum látum í þeim báðum. Valsmenn eru vanir að spila betur þegar mikið er undir og ég reikna með að þeir vinni Stjörnuna í markaleik. Stjörnumenn unnu fyrri leikinn eftir að Valsmenn fengu rautt snemma en ég tel Val vera sterkara lið í augnablikinu.

Breiðablik 2 - 1 Víkingur R.
Víkingar mæta alltaf klárir í stórleikina en það er eitthvað sem segir mér að Blikarnir taki þennan leik. Þeir eru á fínu skriði og eru stöðugri í sinni spilamennsku en Víkingar.

Jóhannn Páll Ástvaldsson, íþróttafréttamaður á RÚV
Valur 2 - 1 Stjarnan
Arnar Grétars hefur engan áhuga á því að leyfa léttleikandi Stjörnumönnum að spila sinn leik. Bjarni Mark á að stimpla Helga Fróða frá fyrstu mínútu. Aron Jó verður svo búinn að ydda takkana á Preddunum sínum Luka Lúkas Kostic style.

Helgi Fróði er hins vegar með baneitraðar aukaspyrnur og setur hann úr einni. Duffield-genin sögðu til sín, Bjarni braut af sér fyrir utan teig og fékk gult. Duffield-feðgar eru í léttum Gretzky-bræðrafýling varðandi metið yfir gul spjöld.

Bjarni lærir af fyrri leiknum og keyrir Valsmenn áfram í seinni. Enginn Gylfi Sig og því stíga aðrir upp. Jónatan Ingi jafnar metin og Adam Ægir setur svo winner með sínu fyrsta marki í sumar - allavega því fyrsta sem hann var að reyna að skora. Hann hleypur út að hornfána, lyftir upp treyjunni, sýnir Delulu-bol og tekur selfie með Nadíu Atla. Lokatölur 2-1 Valur.

Breiðablik 2 - 2 Víkingur R.
Ég get nánast garanterað gult spjald á Dóra Árna, sama hvernig fer. AD1 Ragnar Þór Bender er in for a night.

Leikar enda 2-2. Víkingar komast yfir með skalla frá Aroni Elís. Blikar jafna fyrir hálfleik með marki frá the real Patti Jó. Viktor Karl kemur þeim svo yfir en Helgi „Hvernig er Arnar Guðjóns bróðir hans?“ Guðjóns kemur af bekknum og jafnar 2-2. Bæði lið fara virkilega ósátt af velli. Gulli Jóns stígur inn í og tryggir að það verði engar stympingar eftir leik. Arnar Guðjóns ætlar að taka „hann var ööömurlegur“ rant en er stöðvaður af Gísla Gottskálk, sem er þroskaðasti leikmaður deildarinnar per capita.

Kvöldið tryggir alvöru spennu í sumar. Væri tryllingur að hafa þriggja hesta kapphlaup

Kristján Óli Sigurðsson, Þungavigtin
Valur 2 - 2 Stjarnan
Valsmenn eru komnir upp við vegg eftir jafnteflið við FH um síðustu helgi og þurfa stigin þrjú. Stjarnan vann afar sannfærandi sigur gegn fallbyssufóðri KA-manna og þeir mæta fullir sjálfstrausts á Hlíðarenda. Enginn Gummi (Fjallið 2.0) í liði Stjörunnar og munar mikið um það. Valsmenn verða að finna lausnir án Gylfa Sig. Eitthvað segir mér að þetta verði markaleikur sem endar með 2-2 stórmeistarajafntefli. Adam Ægir og Pedersen skora fyrir Val en Róbert Frosti og Helgi Fróði fyrir gestina.

Breiðablik 3 - 2 Víkingur R.
Frábær leiktími og troðfullur Kópavogsvöllur á leik tveggja stærstu liða á Íslandi í dag. Sigur Víkinga þýðir sex stiga forskot á Blika eftir níu leiki og báðar innbyrgðisviðureignir búnar. Það munu Dóri Árna og hans lærisveinar reyna í lengstu lög að forðast og þetta verður epískur leikur. Leikurinn verður í hæsta gæðaflokki á Íslandi og mun hann enda 3-2 fyrir Blika þar sem sigurmarkið kemur í uppbótartíma og þakið á stúkunni losnar. Jason Daði, Viktor Karl og Höskuldur skora fyrir Blika og Matti Villa og Jón Guðni fyrir Víkinga sem vonandi fá minni hjálp frá dómurunum en þeir hafa fengið til þessa í mótinu. Þeir eru með nógu gott lið til að sjá um stigasöfnunina án hjálpar.

Sverrir Mar Smárason, lýsandi á Stöð 2 Sport
Valur 3 - 1 Stjarnan
Þarna held ég einfaldlega að betra liðið vinni. Valur á helvíti mikið inni eftir síðasta leik og sömuleiðis tapið í Garðabæ í þriðju umferð.
Stjörnumenn hrikalega sprækir og ferskir, margir flottir ungir strákar en þeir mæta mönnum á Hlíðarenda. Gæti alveg séð Stjörnuna meira með boltann en Valsmenn munu stýra leiknum og tempóinu. Tryggvi Hrafn og Adam Ægir skora mörk Vals í þessum leik. Árni Snær sparkar í stöngina eftir að Tryggvi vippar yfir hann og glottir í andlitið á honum.

Breiðablik 0 - 4 Víkingur R.
Þetta er bara þannig leikur sýnist mér. Arnar byrjar með þungavigtarmenn sem berja á Blikunum í klukkutíma áður en Ari, Viktor og Helgi til dæmis koma inn af bekknum og sprengja allt í loft upp. Við vitum öll að Djuric skorar í þessum leik, hann sussar stuðningsmenn Blika í enn eitt skiptið. Niko og Ekroth skora fyrstu tvö eftir föst leikatriði, 2-0 í hálfleik.
Athugasemdir
banner
banner