Haaland verður með riftunarákvæði - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Antony til Newcastle?
   þri 30. júlí 2024 12:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Farið í sömu þrjú félögin og pabbi sinn - „Grínast með að ég sé að herma eftir honum"
Lengjudeildin
Unnar Steinn.
Unnar Steinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar í leik með Þrótti.
Ingvar í leik með Þrótti.
Mynd: Fótbolti.net - Hörður Snævar Jónsson
Unnar Steinn Ingvarsson er mættur aftur í Þrótt Reykjavík eftir sextán ár í burtu. Unnar var í yngstu flokkunum hjá Þrótti áður en hann hélt í Fram þar sem hann svo steig sín fyrstu skref í boltanum. Eftir tímabilið 2020 fór hann í Fylki og var þar þangað til í dag þegar hann skipti yfir í Þrótt.

Fótbolti.net ræddi stuttlega við Unnar Stein í dag.

„Þróttarar spurðust fyrir um mig og mér fannst það spennandi. Ég komst aldrei á skrið hjá Fylki vegna meiðsla og var ekki ofarlega í goggunarröðinni. Ég er kominn í gott stand núna og spennandi tímar í vændum hjá Þrótti," segir Unnar.

Hann er búinn að vera heill heilsu í um tvo mánuði en hefur einungis komið við sögu í fjórum leikjum í sumar. Meiðsli hafa sett strik í reikninginn hjá Unnari undanfarin tvö tímabil.

„Ég reif sin í hælnum þegar ég skoraði sjálfsmarkið gegn Val í fyrra. Þá var ég frá í rúmlega 14 vikur. Svo lendi ég í því að rífa sömu sin í hinum hælnum um miðjan febrúar. Þá var ég frá í 15 vikur en er núna búinn að vera heill í tvo mánuði."

Ingvar Þór Ólason er faðir Unnars en hann lék með Þrótti, Fylki og Fram á sínum ferli, alls 500 meistaraflokksleiki samkvæmt KSÍ. Þegar Unnar spilar með Þrótti verður hann búinn að feta í fótspor pabba síns.

„Við höfum rætt þetta. Pabba finnst hann rosalega sniðugur þegar hann grínast með að ég sé að herma eftir ferlinum hans," segir Unnar.

Hann er 23 ára og spilar oftast sem miðjumaður en getur leyst fleiri stöður á vellinum. Hann er kominn með leikheimild fyrir leik Þróttar gegn Fjölni á morgun.
Lengjudeild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    ÍBV 21 11 5 5 49 - 26 +23 38
2.    Fjölnir 21 10 7 4 34 - 24 +10 37
3.    Keflavík 21 9 8 4 33 - 24 +9 35
4.    ÍR 21 9 8 4 30 - 25 +5 35
5.    Afturelding 21 10 3 8 36 - 36 0 33
6.    Njarðvík 21 8 8 5 32 - 27 +5 32
7.    Þróttur R. 21 7 6 8 32 - 29 +3 27
8.    Leiknir R. 21 8 3 10 32 - 33 -1 27
9.    Grindavík 21 6 7 8 38 - 44 -6 25
10.    Þór 21 5 8 8 30 - 37 -7 23
11.    Grótta 21 4 4 13 30 - 48 -18 16
12.    Dalvík/Reynir 21 2 7 12 21 - 44 -23 13
Athugasemdir
banner