Liverpool reynir aftur við Zubimendi - Isak til Arsenal - Wirtz á óskalista Bayern
   þri 30. júní 2015 11:30
Arnar Daði Arnarsson
Jökull fer í HK í glugganum (Staðfest)
Jökull í leik með ÍBV í fyrra.
Jökull í leik með ÍBV í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jökull Ingason Elísabetarson gengur til liðs við HK frá KV þegar félagaskiptaglugginn opnar í júlí. Þetta staðfesti hann í samtali við Fótbolta.net nú rétt í þessu.

Jökull hefur verið að glíma við meiðsli í baki að undanförnu og ekki getað beitt sér að fullu með liði KV í 2. deildinni. Hann hefur leikið sinn síðasta leik fyrir KV í sumar.

„Ég hef verið að kenna gervigrasinu í Vesturbænum um meiðslin og er þessa stundina í meðferð hjá sjúkraþjálfara og reyna koma mér í almennilegt stand áður en félagaskiptaglugginn opnar," sagði Jökull sem er bjartsýnn á að vera orðinn klár þegar glugginn opnar.

„Pælingin er að klára tímabilið með HK, síðan sjáum við til með framhaldið. Stefnan var sett á að spila með KV í allt sumar en ég einfaldlega treysti mér ekki að æfa og spila á gervigrasinu í Vesturbænum. Það verður því að koma í ljós hvernig þetta gengur með HK," sagði Jökull.

HK er sem stendur í 9. sæti 1. deildar með 9 stig að loknum átta umferðum.
Athugasemdir
banner
banner