Willum Þór er leikmaður BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi en hann er uppalin hjá Breiðabliki. Árið 2019, eftir að hann var valinn efnilegasti leikmaður Pepsi-deildarinnar, skipti hann í stærsta félag Hvíta-Rússlands en BATE hefur reglulega komist í Meistaradeildina.
Willum er sóknarsinnaður miðjumaður og var hann valinn í A-landsliðið í nóvember en gat ekki leikið gegn Englandi vegna meiðsla, hann á einn A-landsleik að baki. Í dag sýnir Willum á sér hina hliðina.
Willum er sóknarsinnaður miðjumaður og var hann valinn í A-landsliðið í nóvember en gat ekki leikið gegn Englandi vegna meiðsla, hann á einn A-landsleik að baki. Í dag sýnir Willum á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Willum Þór Willumsson
Gælunafn: Stundum kallaður Willi hérna úti það er ekkert spes
Aldur: 22 ára
Hjúskaparstaða: á lausu
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2016 eh æfingaleikur
Uppáhalds drykkur: L-carnitine er gott
Uppáhalds matsölustaður: Golfskálinn í Hafnarfirði
Hvernig bíl áttu: enginn bíll
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Prison break og Gossip girl
Uppáhalds tónlistarmaður: Lil baby og polo g
Uppáhalds hlaðvarp: Dr. Football
Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi jr
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: jarðaber, þrist og sterkan brjóstsykur
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: да ладно 👍
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: ÍA örugglega
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Andri Yeoman þegar hann reyndi á sig á æfingum
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: margir góðir en pabbi bestur
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Alltaf alvöru hiti og tuð þegar ég og Kolbeinn Þórðarsson erum í sitthvoru liðinu á battó eða æfingum.
Sætasti sigurinn: að vinna bikarinn í framlengingu núna síðasta sumar með Bate og svo sigurinn á Írlandi með u21
Mestu vonbrigðin: Vinna ekki 2.fl þrjú ár í röð með yfirburða lið, tapa í vító i bikarúrslitum á móti Stjörnunni og vinna ekki deildina með Bate 2020
Uppáhalds lið í enska: Chelsea
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Binni bróðir væri flottur í Bate
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Ísak Bergmann og Kristian Hlyns eru gæða spilarar
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Adam Páls lookar
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Margar fallegar
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi. Íslenski: Eiður Smári
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Allir á föstu í þessu liði.
Uppáhalds staður á Íslandi: Fífan
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: æfingaleikur vs Fjölni inn í Egilshöll það er aukaspyrna rétt fyrir utan teig ég og Jonathan Hendrickx stöndum yfir boltanum og hann segir “take it” eða allavega heyrði ég take it þannig ég tek spyrnuna og skora. síðan segir hann við mig “i said fake it not take it” sem betur fer heyrði ég vitlaust.
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: byrja alltaf á að klæða mig fyrst á vinstri fæti: sokka, stuttbuxur, skó, legghlífar.
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: playoffs nfl og nba
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: nike vapor
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: skrift
Vandræðalegasta augnablik: annar leikurinn minn í pepsi kem ég inná á móti fjölni, kemur hár bolti til mín sem ég ætla að skalla en ég misreikna boltann algjörlega og boltinn fer af hnénu á mér og upp í ennið og skýst burt. þetta var tekið fyrir og gert grín af í pepsi mörkunum ekki mitt besta moment.
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Alfons Sampsted hann myndi 100% redda okkur heim og síðan myndi ég taka Davíð Kristján og Moukam þessir tveir eiga nóg af sögum.
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: hef aldrei tapað á battó
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Blikaliðið, allt meistarar
Hverju laugstu síðast: hver væri fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi.
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: æfa horn
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:
Athugasemdir