Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Landslið í dag og Besta deildin á morgun
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Raggi Óla
Það er nóg um að vera í íslenska boltanum um helgina þar sem kvennalandsliðið mætir Noregi í Þjóðadeildinni áður en Besta deild karla fer opinberlega af stað.

Ísland spilar við Noreg á Þróttaravelli í dag en Stelpurnar okkar eiga eitt stig eftir tvo fyrstu leikina. Þær sýndu flotta frammistöðu á útivelli gegn Sviss og Frakklandi, sem eigast við innbyrðis í kvöld.

Mjólkurbikar karla er einnig í gangi og mæta Grindvíkingar til leiks gegn Reyni Sandgerði áður en Kári spilar við Árbæ.

Besta deild karla fer af stað á morgun, laugardag, þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks taka á móti nýliðum Aftureldingar. Það ríkir mikil spenna fyrir nýju tímabili í efstu deild íslenska boltans.

Á morgun eru leikir á dagskrá í B- og C-deildum kvenna í Lengjubikarnum auk Mjólkurbikars karla, þar sem Fylkir, Þróttur R. og ÍR eru meðal liða sem mæta til leiks.

Að lokum er komið að sunnudeginum, þar sem má búast við mikilli skemmtun. Þrír leikir eru á dagskrá í Bestu deildinni og þrír í Mjólkurbikarnum.

Föstudagur
Landslið kvenna - Þjóðadeildin
16:45 Ísland-Noregur (Þróttarvöllur)
19:00 Sviss-Frakkland (Arena St. Gallen)

Mjólkurbikar karla
19:00 Reynir S.-Grindavík (Nettóhöllin-gervigras)
20:00 Kári-Árbær (Akraneshöllin)

Laugardagur
Lengjubikar kvenna - B-deild
14:00 Haukar-Grindavík/Njarðvík (Knatthús Hauka)
14:00 ÍA-ÍBV (Akraneshöllin)

Lengjubikar kvenna - C-deild, úrslit
16:00 Völsungur-ÍH (PCC völlurinn Húsavík)
16:00 Selfoss-Dalvík/Reynir (JÁVERK-völlurinn)

Besta-deild karla
19:15 Breiðablik-Afturelding (Kópavogsvöllur)

Mjólkurbikar karla
14:00 KFA-Spyrnir (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 KÁ-KFR (BIRTU völlurinn)
14:00 Augnablik-ÍR (Fífan)
14:00 KV-Fylkir (KR-völlur)
16:00 Þróttur R.-Hafnir (AVIS völlurinn)
18:30 Skallagrímur-Úlfarnir (Akraneshöllin)

Sunnudagur
Besta-deild karla
14:00 Valur-Vestri (N1-völlurinn Hlíðarenda)
16:15 KA-KR (Greifavöllurinn)
19:15 Fram-ÍA (Lambhagavöllurinn)

Mjólkurbikar karla
14:00 Höttur/Huginn-Sindri (Fellavöllur)
14:00 Leiknir R.-Kría (Domusnovavöllurinn)
14:00 Keflavík-Þróttur V. (Nettóhöllin-gervigras)

mánudagur 7. apríl

Besta-deild karla
18:00 Víkingur R.-ÍBV (Víkingsvöllur)
19:15 Stjarnan-FH (Samsungvöllurinn)
Athugasemdir