Davies fer líklega til Real Madrid - Liverpool ræðir við Díaz - Varnarmaður Arsenal til Ítalíu?
   fim 02. maí 2019 19:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kolbeinn Birgir á leið til Fylkis á láni
Kolbeinn Birgir í sínum fyrsta A-landsleik.
Kolbeinn Birgir í sínum fyrsta A-landsleik.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá er Kolbeinn Birgir Finnsson á leið til Fylkis á láni.

Félagaskiptaglugginn lokar þann 15. maí næstkomandi.

Kolbeinn er 19 ára gamall og uppalinn hjá Fylki. Hann kemur til Fylkis frá Brentford í Englandi. Hann spilaði níu leiki í Pepsi-deildinni sumarið 2015 áður en hann fór til Groningen í Hollandi.

Hann fór til Brentford, sem er í Championship-deildinni á Englandi, síðasta sumar og þar hefur hann verið að spila með B-liði Brentford.

Hann leikur annað hvort sem miðjumaður eða kantmaður.

Kolbeinn spilaði sinn fyrsta A-landsleik í Katar í janúar. Hann spilaði í markalausu jafntefli gegn Eistlandi og var valinn maður leiksins af Fótbolta.net.

Fylkir byrjaði Pepsi Max-deildina á 3-0 sigri á ÍBV og vann Gróttu 2-1 í Mjólkurbikarnum í gær. Það er ljóst að Kolbeinn mun styrkja liðið mikið.

Komnir:
Arnór Gauti Ragnarsson frá Breiðabliki
Geoffrey Castillion frá FH (á láni)
Leonard Sigurðsson frá Keflavík
Sam Hewson frá Grindavík
Tristan Koskor frá Tammeka

Farnir:
Albert Brynjar Ingason í Fjölni
Ásgeir Börkur Ásgeirsson í HK
Ásgeir Örn Arnþórsson í Aftureldingu
Elís Rafn Björnsson í Stjörnuna
Jonathan Glenn í ÍBV
Oddur Ingi Guðmundsson
Athugasemdir
banner
banner
banner