Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
   sun 02. júní 2024 11:30
Fótbolti.net
Lið og leikmaður 5. umferðar - Drifkraftur toppliðsins
Lengjudeildin
Oumar Diouck er leikmaður umferðarinnar.
Oumar Diouck er leikmaður umferðarinnar.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Oliver Bjerrum Jensen skoraði stórglæsilegt mark.
Oliver Bjerrum Jensen skoraði stórglæsilegt mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Kristjánsson er í liðinu.
Kári Kristjánsson er í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fimmtu umferð Lengjudeildarinnar lauk í gær. Njarðvíkingar halda toppsætinu ósigraðir en þeir unnu 5-1 sigur gegn Þór á föstudagskvöldið.

Gunnar Heiðar Þorvaldsson er þjálfari umferðarinnar, Sigurjón Már Markússon er í vörn úrvalsliðsins og leikmaður umferðarinnar kemur einnig frá Njarðvík.

Leikmaður umferðarinnar:
Oumar Diouck - Njarðvík
Var frábær í liði Njarðvíkinga gegn Þór. Skoraði tvö og lagði upp að auki. Var eins og oft áður drifkraftur Njarðvíkinga á síðasta þriðjungi vallarins. Hér fyrir neðan má hlusta á viðtal við hann sem var tekið eftir leikinn.



Fjölnir sem er í öðru sæti gerði 2-2 jafntefli gegn ÍBV. Guðjón Ernir Hrafnkelsson skoraði mark fyrir Eyjamenn í leiknum og er í liði umferðarinnar.

Grótta, sem er í þriðja sæti, náði jafntefli á Dalvík eftir að hafa lent tveimur mörkum undir. Amin Guerrero skoraði annað mark Dalvíkur/Reynis og Gabríel Hrannar Eyjólfsson skoraði fyrra mark Gróttu.

Þróttur niðurlægði ÍR 5-0, Kári Kristjánsson var maður leiksins og skoraði tvö mörk. Jörgen Pettersen komst einnig á blað og markvörðurinn Þórhallur Ísak Guðmundsson er einnig í úrvalsliðinu.

Stefán Jón Friðriksson skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Keflavík þegar liðið gerði 2-2 jafntefli við Grindavík. Hinn ungi Christian Bjarmi Alexandersson heldur áfram að standa sig vel í liði Grindavíkur og er í úrvalsliðinu aðra umferðina í röð.

Afturelding vann nauðsynlegan 1-0 útisigur á Leikni sem er í neðsta sæti deildarinnar. Daninn Oliver Bjerrum Jensen skoraði sigurmarkið og var það stórglæsilegt. Hægt er að sjá það mark með því að smella hér.

Fyrri úrvalslið:
4. umferð - Arnar Daníel Aðalsteinsson (Grótta)
3. umferð - Sami Kamel (Keflavík)
2. umferð - Oliver Heiðarsson (ÍBV)
1. umferð - Vilhelm Þráinn Sigurjónsson (ÍR)
Oumar Diouck: Viljum vinna eins marga leiki og hægt er
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner