Gomes, Lookman og Kolo Muani orðaðir við Man Utd - Trossard fær launahækkun - Brownhill í ítalska boltann?
   mán 03. apríl 2023 16:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Keflavík óskað eftir að fá að spila á nýja gervigrasvellinum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Útlit er fyrir að Keflavík spili fyrsta heimaleik sinn á gervigrasinu við Reykjaneshöllina. Frá þessu greindi Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflavíkur, í viðtali við Fótbolta.net í síðustu viku.

Fyrsti heimaleikur Keflavíkur verður gegn KR þann 15. apríl, í annarri umferð Bestu deildarinnar.

„Það er snjór yfir vellinum, frosinn völlur," sagði Siggi Raggi í síðustu viku. „Við erum að vonast til að geta spilað á tiltölulega nýja gervigrasvellinum okkar bakvið Reykjaneshöllina-Nettóhöllina. Vonandi gengur það upp. Í byrjun móts verða leikir á varavöllum en grasið okkar verður alltaf gott þegar sumarið er komið," sagði þjálfarinn.

Næsti heimaleikur Keflavíkur eftir leikinn gegn KR er svo gegn ÍBV þann 29. apríl. Mögulega færi sá leikur einnig fram á gervigrasvellinum.

„Það hefur komið ósk frá Keflavík um að spila á gervigrasvellinum við hliðin á Reykjaneshöll," staðfesti Birkir Sveinsson, mótastjóri KSÍ, í samtali Fótbolta.net í dag. „Við erum að skoða það mál. Keflvíkingar hafa lagt mikið í framkvæmdina, m.a. búið að reisa stúku og aðstöðu fyrir fjölmiðla. Við fylgjumst með og það eru ágætis líkur á því að leikurinn geti farið fram þar," sagði Birkir.

Viðtalið við Sigga Ragga má sjá hér að neðan.
Keflvíkingar að semja við leikmann - „Mun styrkja liðið fullt"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner