Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 17:30
Elvar Geir Magnússon
Upphitunarþáttur Bestu deildarinnar á leikdegi á X977
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Besta deildin fer í gang á morgun og Fótbolti.net hitar upp í útvarpsþættinum á X977 á leikdegi. Þátturinn er á sínum stað milli 12 og 14 eins og venjan er á laugardögum.

Rýnt er í spá Fótbolta.net fyrir lokastöðu deildarinnar, leikir fyrstu umferðar skoðaðir, farið yfir helstu fréttir, bestu leikmenn undirbúningstímabilsins valdir og rennt yfir ýmsa topplista.

Tómas Þór, Elvar Geir, Valur Gunnars og Benedikt Bóas verða í fiskabúrinu á Suðurlandsbraut.


Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner