Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 05. ágúst 2021 20:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 11. sæti
Aston Villa
Villa er spáð 11. sæti.
Villa er spáð 11. sæti.
Mynd: Getty Images
Grealish er farinn og það er risastórt fyrir liðið.
Grealish er farinn og það er risastórt fyrir liðið.
Mynd: Getty Images
Dean Smith.
Dean Smith.
Mynd: Getty Images
Emi Buendia var keyptur frá Norwich.
Emi Buendia var keyptur frá Norwich.
Mynd: Getty Images
Miðvörðurinn Tyrone Mings.
Miðvörðurinn Tyrone Mings.
Mynd: Getty Images
Ollie Watkins.
Ollie Watkins.
Mynd: Getty Images
Frá Villa Park.
Frá Villa Park.
Mynd: Getty Images
Það styttist óðum í að enska úrvalsdeildin byrji á nýjan leik. Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Síðasta liðið í neðri helmingi deildarinnar er Aston Villa.

Um liðið: Það er svo sannarlega allt í gangi hjá Aston Villa núna. Félagið er að missa sinn langbesta mann, heimastrákinn Jack Grealish. Sá hefur verið ótrúlega mikilvægur síðustu ár og er í miklu uppáhaldi hjá stuðningsmönnum. Eða var það. Aston Villa er á leið í sitt þriðja tímabil í röð í ensku úrvalsdeildinni. Félagið hefur eytt miklum peningum í leikmenn og núna fær það 100 milljónir punda rétt fyrir mót til að bæta enn frekar við, þó skarðið sem Grealish skilur eftir sig sé risastórt.

Stjórinn: Eins og Grealish, þá er knattspyrnustjórinn Dean Smith heimamaður. Hann spilaði aldrei með Villa en tók við liðinu 2018 og hefur gert fína hluti. Hann kom liðinu upp og náði að byggja á árangri fyrsta tímabilsins þar sem liðið endaði í 17. sæti, á síðustu leiktíð. John Terry, aðstoðarmaður hans undanfarin ár, er farinn og spurning er hvaða áhrif það hefur.

Staða á síðasta tímabili: 11. sæti

Styrkleikar: Það eru komnir inn nýir og spennandi leikmenn; Emi Buendia og Leon Bailey estyrkja Villa-liðið mikið. Það er heldur ekki hægt að taka neitt af Danny Ings sem skilar alltaf sínum mörkum, ef hann helst heill. Ings og Ollie Watkins frammi með Buendia fyrir aftan, það er góð uppskrift. Þó Grealish sé farinn þá er leikmannahópurinn heilt yfir fínn; frá fremsta til aftasta manns. Emi Martinez er öflugur í markinu, Tyrone Mings og Ezri Konsa í hjarta varnarinnar, John McGinn á miðsvæðinu og þar fyrir framan eru leikmenn eins og Bailey, Buendia, Ings og Watkins að leika sér. Svo verður bara liðið að þjappa sér saman og búa til sterka liðsheild, eftir brottför Grealish.

Veikleikar: Það fer auðvitað mikið með Grealish. Hann er leikmaður sem getur búið til ótrúlega góða hluti upp úr engu. Liðið þarf svolítið að læra að spila án hans enda hefur hann verið lengi lykillinn að öllu hjá Aston Villa. Villa vann aðeins þrjá leiki af 12 án Grealish á síðustu leiktíð. John Terry er líka farinn úr þjálfarateyminu. Kemur það til með að hafa einhver áhrif á varnarleikinn sérstaklega? Það er ekki amalegt fyrir leikmenn eins og Mings og Konza að læra af Terry, en núna er hann ekki lengur til staðar.

Talan: 81
Jack Grealish átti 81 eina lykilsendingu í deildinni á síðustu leiktíð. Aðeins Mason Mount og Bruno Fernandes áttu fleiri. Grealish var meiddur í þrjá mánuði. Mögnuð tölfræði.

Lykilmaður: Emi Buendia
Stígur inn í fótspor Grealish hjá Villa. Var leikmaður ársins í Championship fyrr á þessu ári og kom sér inn í argentínska landsliðshópinn. Skoraði 15 mörk á síðasta tímabili en síðast þegar hann var í ensku úrvalsdeildinni skoraði hann bara eitt mark. Hann er kominn í betra lið núna, er að fara í stóra skó og verður að gera sitt besta til að fylla þá.

Fylgist með: Leon Bailey
Kantmaður með mikinn hraða og gæði fram á við. Hann skoraði 15 mörk í 40 keppnisleikjum með þýska félaginu Bayer Leverkusen á síðasta tímabili. Skemmtilegur leikmaður sem gæti reynst Villa mikilvægur á tímabilinu.

Komnir:
Emiliano Buendía frá Norwich - 30 milljónir punda
Ashley Young frá Inter - Frítt
Leon Bailey frá Bayer Leverkusen - 30 milljónir punda
Danny Ings frá Southampton - 25 milljónir punda

Farnir:
Mbwana Samatta til Fenerbahce - 5,4 milljónir punda
Neil Taylor - Án félags
Ahmed Elmohamady - Án félags
Björn Engels til Royal Antwerp - 2,6 milljónir punda
Tom Heaton til Manchester United - Frítt
Indiana Vassilev til Inter Miami - Á láni
Lovre Kalinic til Hadjuk Split - Á láni
Jack Grealish til Manchester City - 100 milljónir punda

Fyrstu leikir:
14. ágúst, Watford - Aston Villa
21. ágúst, Aston Villa - Newcastle
28. ágúst, Aston Villa - Brentford

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal Arnarsson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Helga Katrín Jónsdóttir, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Victor Pálsson.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11. Aston Villa, 109 stig
12. Wolves, 86 stig
13. Brighton, 73 stig
14. Southampton, 68 stig
15. Crystal Palace, 54 stig
16. Newcastle, 52 stig
17. Burnley, 40 stig
18. Brentford, 35 stig
19. Norwich, 28 stig
20. Watford, 21 stig
Athugasemdir
banner
banner