Njarðvík tapaði gegn Fjölni í toppslag í Lengjudeildinni í gær. Það vakti athygli að Króatinn Dominik Radic var ekki í leikmannahópi Njarðvíkur.
Lestu um leikinn: Fjölnir 4 - 2 Njarðvík
Radic hefur komið vel inn í liðið en hann gekk til liðs við Njarðvík fyrir tímabilið og hefur skorað þrjú mörk í sex leikjum.
Gunnar Heiðar Þorvaldsson þjálfari liðsins sagði frá því í viðtali við Fótbolta.net eftir leikinn í gær að Radic hafi verið fjarverandi þar sem hann væri að gifta sig.
„Hann er úti í Króatíu núna að gifta sig. Það var eitthvað sem við vissum fyrirfram, mig grunaði að þetta væri framherjinn sem við þurftum til að verða þetta lið sem við erum. Ég ætla ekki að segja honum það að hann megi ekki mæta í brúðkaupið sitt," sagði Gunnar Heiðar léttur í bragði.
Athugasemdir