
„Ég hef góða tilfinningu fyrir þessu," segir Guðni Bergsson, formaður KSÍ, um ráðninguna á Erik Hamren.
„Ráðningin er byggð á hans reynslu og árangri, bæði með félagsliðum og með sænska landsliðinu. Hann var með 54% vinningshlutfall með Svíþjóð."
„Eftir að hafa rætt við hann um sýn sína og hugmyndafræði fann ég fyrir því að við getum unnið mjög vel saman og hann passar mjög vel inn í þetta."
Eins og allir vita hefur árangur íslenska landsliðsins síðustu ár verið magnaður og vakið heimsathygli.
„Ráðningin er byggð á hans reynslu og árangri, bæði með félagsliðum og með sænska landsliðinu. Hann var með 54% vinningshlutfall með Svíþjóð."
„Eftir að hafa rætt við hann um sýn sína og hugmyndafræði fann ég fyrir því að við getum unnið mjög vel saman og hann passar mjög vel inn í þetta."
Eins og allir vita hefur árangur íslenska landsliðsins síðustu ár verið magnaður og vakið heimsathygli.
„Það er gríðarlega mikil áskorun að taka við þessu liði. Hann veit að það verður erfitt að fylgja þessu liði. Það er einmitt það sem er svo gaman i þessu, halda áfram að komast á úrslit stórmóta og viðhalda árangrinum."
Sjáðu viðtal við Guðna í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir