Nokkur umræða hefur myndast á samfélagsmiðlum um nýja landsliðsbúninginn en íslenska kvennalandsliðið frumsýndi hann í 3-0 sigurleiknum gegn Póllandi síðasta föstudag.
Heimatreyjan (bláa) er innblásin af jöklum Íslands, sem þekja 11% landsins. Útitreyjan (ljósgráa) með öskugráum grunnlit og rauðum eldglæringum, er innblásin af eldfjöllum Íslands.
Heimatreyjan (bláa) er innblásin af jöklum Íslands, sem þekja 11% landsins. Útitreyjan (ljósgráa) með öskugráum grunnlit og rauðum eldglæringum, er innblásin af eldfjöllum Íslands.
Það eru ekki allir hrifnir af búningnum en landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir er mjög ánægð með útkomuna.
„Mér finnst búningurinn geggjaður og ég skil ekki alveg fólk sem hefur verið að setja út á hann. Mér finnst hann ógeðslega flottur. Það var geggjað að spila í honum í dag og að fá sigur," sagði Glódís eftir sigurinn á Póllandi.
Ísland spilar aftur í heimabúningnum aftur á eftir er þær mæta Þýskalandi en það verður fróðlegt að sjá hvernig útibúningurinn kemur út þegar hann verður frumsýndur.
Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir úr síðasta leik þar sem leikið var í nýja búningnum í fyrsta sinn.
Athugasemdir