Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   sun 11. ágúst 2024 09:04
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Esbjerg kaupir Breka Baldursson (Staðfest) - „Spennandi fyrir mig"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Esbjerg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram tilkynnti í morgun að félagið væri búið að selja Breka Baldursson til Esbjerg í Danmörku. Esbjerg spilar í næst efstu deild í Danmörku.

Breki er miðjumaður sem heldur upp á átján ára afmælisdaginn sinn í dag. Hann er uppalinn hjá Fram og hafa félagaskiptin til Esbjerg legið í loftinu í smá tíma.

Breki spilaði samtals 42 leiki fyrir meistaraflokk Fram og skoraði tvö mörk. Hann á þá að baki tólf leiki með yngri landsliðum Íslands.

Breki skrifar undir fjögurra ára samning við Esbjerg og kemur inn í aðalliðshópinn hjá Esbjerg.

Aðalþjálfari Esbjerg, Lars "Lungi" Sørensen, sér mikla möguleika í Breka.

„Við kynntumst Breka Baldurssyni í gegnum okkar tengingar og þess vegna buðum við honum til Esbjerg svo við gætum séð hann í okkar umhverfi. Breki stóð sig mjög vel og það er engin spurning um að hann er hæfileikaríkur miðjumaður sem getur vonandi þróað sinn leik enn meira. Það verður náttúrulegur aðlögunartími hjá Breka í Esbjerg, en þegar horft er til langs tíma þá er hann leikmaður sem við höfum mikla trú á að geti haft áhrif fyrir okkur í aðalliðinu."

Breki hafði sjálfur þetta að segja:

„Ég er spenntur að hefja nýjan kafla í mínu lífi hér hjá Esbjerg. Þetta verður í fyrsta skipti þar sem ég spila einhvers staðar annars staðar en fyrir mitt uppeldisfélag, svo það er spennandi fyrir mig. Þegar ég var hér fyrr í sumar þá fékk ég góða tilfinningu fyrir aðstöðunni, liðsfélögunum og þjálfurunum, svo ég var ekki í neinum vafa um að þetta væri rétt skref fyrir mig og minn feril. Núna er ég spenntur að kynnast öllu enn betur og komast af stað," segir Breki sem fær treyju númer 27 hjá Esbjerg.

Tilkynning Fram
Kæru Framarar.

Við tilkynnum ykkur með miklu stolti að Breki Baldursson hefur verið seldur til Esbjerg í Danmörku.

Breki kemur í gegnum barna og unglingastarf Fram og er þetta því enn ein viðurkenningin á þeirri miklu og góðu vinnu sem þar er unnin.

Breki hefur vakið athygli og áhuga Esbjerg og fleiri félaga undanfarin misseri. Esbjerg bauð honum á reynslu fyrr í sumar þar sem hann stóð sig með stakri prýði, svo vel að danska félagið hefur nú gengið frá kaupum á honum.

Breki sem verður 18 ára í ágúst spilaði samtals 42 leiki fyrir meistaraflokk Fram og skoraði í þeim 2 mörk. Þá á hann að baki 12 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Við fylgjumst spennt með Breka á hans vegferð í Danaveldi og óskum honum alls hins besta.
Athugasemdir
banner
banner
banner