City vill Guehi - Rashford orðaður við Atletico og Arabíu - Real Madrid hyggst funda með Trent í janúar
banner
   fim 19. desember 2024 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Svona leikmenn eiga að hafa úr nokkrum félögum að velja"
Galdur Guðmundsson.
Galdur Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Galdur Guðmundsson er mögulega á heimleið eftir dvöl hjá FC Kaupmannahöfn.

Galdur er uppalinn í Breiðabliki en hefur verið orðaður við Víking og KR. Það verður eflaust barátta um þennan efnilega leikmann ef hann ákveður að koma heim.

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, segir að Fossvogsfélagið sé með í baráttunni þegar leikmenn eins og Galdur eru fáanlegir.

„Galdur er góður leikmaður sem getur náð mjög langt. Hann er kannski á leiðinni heim og þá tökum við þátt í því. Svona leikmenn eiga að hafa úr nokkrum félögum að velja. Það væri óeðlilegt ef svo væri ekki," sagði Arnar.

Galdur er 18 ára kantmaður sem gekk í raðir FCK frá uppeldisfélagi sínu Breiðabliki sumarið 2022. Samningur hans við danska stórliðið rennur út næsta sumar. Hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði FCK í mars á síðasta ári þegar hann kom inn á í æfingaleik gegn B93.

Galdur á að baki 14 leiki fyrir yngri landsliðin, þar af átta fyrir U19. Hann er uppalinn hjá ÍBV og Breiðablik; skipti yfir í Breiðablik sumarið 2019 og þremur árum seinna var hann farinn út. Hann kom við sögu í einum leik með Blikum 2021 og sex leikjum 2022.
Athugasemdir
banner
banner