Tólfta umferð Bestu deildar kvenna fór fram um helgina. Breiðablik, Þróttur, ÍBV, FH og Valur unnu sigra í umeferðinni og eiga þau lið öll fulltrúa í liði umferðarinnar. Auk þess á Tindastóll einn fulltrúa.
Þróttur á flesta fulltrúa í úrvalsliðinu eða alls fjóra. Katla Tryggvadóttir skoraði fyrra mark liðsins og er í úrvalsliðinu aðra umferðina í röð. María Eva Eyjólfsdóttir átti góðan leik í hægri bakverðinum. María og Jelena Tinna Kujundzic áttu þátt í því að halda marki Þróttar hreinu í leiknum. Þá er Nik Chamberlain þjálfari umferðarinnar.
Þróttur á flesta fulltrúa í úrvalsliðinu eða alls fjóra. Katla Tryggvadóttir skoraði fyrra mark liðsins og er í úrvalsliðinu aðra umferðina í röð. María Eva Eyjólfsdóttir átti góðan leik í hægri bakverðinum. María og Jelena Tinna Kujundzic áttu þátt í því að halda marki Þróttar hreinu í leiknum. Þá er Nik Chamberlain þjálfari umferðarinnar.
Sú markahæsta í deildinni, Bryndís Arna Níelsdóttir, hélt áfram að skora og hjálpaði Val að vinna á Selfossi. Hún skoraði annað og þriðja mark liðsins eftir að hafa lagt upp það fyrsta.
Esther Rós Arnarsdóttir átti flottan leik hjá FH þegar liðið lagði Tindastól í nýliðaslagnum. Hún skoraði eina mark leiksins undir lok fyrri hálfleiks. Heidi Giles átti flottan leik í vörn FH en það var Monica Wilhelm í marki Tindastóls sem var best í leiknum. Hún varði víti í lok leiks og var heilt yfir frábær í leiknum.
ÍBV vann góðan útisigur þegar liðið heimsótti Akureyri á sunnudag. Viktorija Zaicikova lagði upp bæði mörk leiksins. Það var Olga Sevcova sem skoraði fyrra markið og kom ÍBV á bragðið.
Breiðablik vann Keflavík 2-0 á heimavelli. Agla María Albertsdóttir heldur áfram að tikka, lagði upp bæði mörkin. Það var Katrín Ásbjörnsdóttir sem skoraði bæði mörkin og er í kjölfarið í fyrsta sinn í liði umferðarinnar í sumar.
Fyrri lið umferðarinnar:
Sterkasta lið 1. umferðar - Fjórar frá meisturunum
Sterkasta lið 2. umferðar - Fanney að byrja frábærlega
Sterkasta lið 3. umferðar - Fimm í annað sinn
Sterkasta lið 4. umferðar - Tvær frá Akureyri í fantaformi
Sterkasta lið 5. umferðar - Stólarnir eiga flesta fulltrúa
Sterkasta lið 6. umferðar - Tvær með tvennu
Sterkasta lið 7. umferðar - Þrjár sem eru í þriðja sinn
Sterkasta lið 8. umferðar - Flestar úr FH og Val
Sterkasta lið 9. umferðar - Tvær í fjórða sinn
Sterkasta lið 10. umferðar - Feðgin í liðinu
Sterkasta lið 11. umferðar - Ein úr tapliði
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir