Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   fös 13. janúar 2023 18:40
Ívan Guðjón Baldursson
Spezia fær tvo miðjumenn (Staðfest) - Ekkert pláss fyrir Mikael
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Spezia er nú þegar búið að krækja sér í þrjá leikmenn í janúarglugganum. Tveir þeirra eru miðjumenn sem koma að láni og þýðir það að Mikael Egill Ellertsson mun ekki fá mikið meiri spiltíma með aðalliðinu.


Pólski landsliðsmaðurinn Szymon Zurkowski er kominn á lánssamningi frá Fiorentina með kaupskyldu. Hann verður því fjórði Pólverjinn í leikmannahópi Spezia og gæti reynst afar mikilvægur í fallbaráttunni. 

Zurkowski er 25 ára miðjumaður sem var í mikilvægu hlutverki á láni hjá Empoli á síðustu leiktíð, þar sem hann skoraði 6 mörk í 35 deildarleikjum. Hann á sjö leiki að baki fyrir Pólland og fór með landsliðinu á HM í Katar.

Þá er Salvatore Esposito einnig kominn til Spezia á lánssamningi með kaupskyldu. Esposito er 22 ára Ítali með einn A-landsleik að baki og kemur hann til félagsins úr röðum SPAL, sem leikur í Serie B.

Esposito var lykilmaður í liði SPAL en liðsfélagar hans ekki nægilega góðir og þess vegna er liðið í fallbaráttu í B-deildinni.

Að lokum er bakvörðurinn Joao Moutinho genginn í raðir Spezia á frjálsri sölu frá Orlando City í MLS deildinni. Moutinho var algjör lykilmaður í liði Orlando og mun berjast við Arkadiusz Reca um byrjunarliðssæti sem vinstri vængbakvörður í 3-5-2 leikkerfinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner