Maguire gæti elt McTominay til Napoli - Kolo Muani horfir til Englands - Nkunku vill fara frá Chelsea
   mið 13. apríl 2022 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Halldór Smári Sigurðsson (Víkingur)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fótósjoppuð mynd?
Fótósjoppuð mynd?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allavega meistari utan vallar
Allavega meistari utan vallar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Doddi Inga fer með á eyjuna og Tómas er mættur til baka af dollunni.
Doddi Inga fer með á eyjuna og Tómas er mættur til baka af dollunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guð hjálpi Loga Tómassyni á eyjunni.
Guð hjálpi Loga Tómassyni á eyjunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lausnamiðaður
Lausnamiðaður
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Halldór Smári er Víkingur í húð og hár og hefur allan sinn feril leikið með uppeldisfélaginu fyrir utan nokkra leiki með venslafélaginu Berserkjum. Varnarmaðurinn á að vaði 239 deildarleiki og 40 bikarleiki á sínum ferli og varð síðasta vetur leikjahæsti leikmaður Víkings frá upphafi.

Á síðasta tímabili, þegar Víkingur varð bæði Íslands- og bikarmeistari, lék Halldór tuttugu leiki í deildinni og fimm leiki í bikarnum. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina í annað sinn á ferlinum því hann gerði slíkt hið sama árið 2010.

Sjá einnig:
Spá Fótbolta.net - 1. sæti: Víkingur
Hin Hliðin - Halldór Smári Sigurðsson (frá 2010)

Fullt nafn: Halldór Smári Sigurðsson.

Gælunafn: Halli.

Aldur: 33 ára.

Hjúskaparstaða: Í sambúð með Stefaníu Þórðardóttur.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2007.

Uppáhalds drykkur: Kókómjólk.

Uppáhalds matsölustaður: Eldofninn

Hvernig bíl áttu: Á ekki bíl en keyri um á bílaleigubíl - Volkswagen Golf.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: The Office.

Uppáhalds tónlistarmaður: Á engan einn uppáhalds tónlistarmann en hlusta mest á 70's og 80's sálartónlist.

Uppáhalds hlaðvarp: 99% Invisible.

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "Sorry, I can't talk right now". Fæ mikið af því.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Kannski Pyongyang Sports Club.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Margir mjög góðir en enginn einn sem kemur í hugann.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Arnar Gunnlaugsson.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: I plead the fifth.

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Mamma og pabbi.

Sætasti sigurinn: Á móti Leikni í síðasta leik Íslandsmótsins 2021.

Mestu vonbrigðin: Ekkert sem situr í mér til lengri tíma.

Uppáhalds lið í enska: Bolton Wanderers.

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Hallgrím Mar. Fyrir utan Grímsa þá Bjarna Pál Runólfsson og Dofra Snorrason.

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Stígur Diljan Þórðarson.

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Axel Freyr er ekkert eðlilega myndarlegur.

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Stelpurnar í mfl. kvenna hjá Víking eru allar glæsilegar.

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi.

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Vona að það sé enginn þar sem ég held í fljótu bragði að allir séu á föstu.

Uppáhalds staður á Íslandi: Fjárhústunga í Borgarfirði.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Tómas Guðmundsson hljóp út af vellinum í miðjum leik án þess að segja orð til þess að fara á dolluna. Kom svo bara aftur inn á og hélt áfram. Aldrei séð svona. Þetta var líka á eldra gervigrasinu við Víkingsheimilið sem er lengra frá - þetta var svona 10 mínútna mission.

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei en alltaf langað í.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Ég fylgist rosalega lítið með íþróttum, líka knattspyrnu.

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Tiempo.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Skólasundi. Var verulega slakur þar.

Vandræðalegasta augnablik: Átti ekki gott moment upp á Skaga fyrir nokkrum árum þegar ég var að vesenast eitthvað með boltann aftast, tapaði honum og ÍA fékk dauðafæri. Klúðruðu sem betur fer. En það er bara fyndið í dag.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Tæki Dodda með fyrir jokes og til að segja mönnum að slaka á, Davíð Örn til að finna leið af eyjunni og Loga til að borða því hann væri yngstur.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Ég fór í lýtaaðgerð þegar ég var 21 árs og lét græja á mér eyrun sem voru nokkuð útstæð.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Það væri auðvelt að segja Pablo en það er nú oftast þannig að þeir sem eru óþolandi á velli eru meistarar utan hans - og það á við um Pablo.

Hverju laugstu síðast: Man það ekki en það hefur ekki verið viljandi.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Skotæfingar - ég reyni að sleppa þeim.

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: MJ - did you do it?
Athugasemdir
banner
banner
banner