Pickford klárar ferilinn hjá Everton - Arsenal gæti fengið Kolo Muani - Van Nistelrooy leitar til Man Utd
   mán 16. október 2023 00:19
Brynjar Ingi Erluson
Skagamennirnir ná vel saman - „Þekkjum hvorn annan mjög vel“
Arnór og Hákon í baráttunni í leiknum
Arnór og Hákon í baráttunni í leiknum
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Þrír Skagamenn voru í byrjunarliði íslenska landsliðsins í 1-1 jafnteflinu gegn Lúxemborg á föstudag og náðu þeir afar vel saman vinstra megin á vellinum, en það voru þeir Arnór Sigurðsson, Hákon Arnar Haraldsson og Ísak Bergmann Jóhannesson.

Lestu um leikinn: Ísland 1 -  1 Lúxemborg

Allir náðu vel saman í leiknum gegn Lúxemborg, en Arnór lék á vinstri kantinum á meðan Ísak og Hákon spiluðu á miðsvæðinu.

Ísak var í fyrsta sinn í byrjunarliði landsliðsins í rúmt ár og þá hafði Arnór ekki verið með í síðustu landsleikjum vegna meiðsla, en allir þrír byrjuðu á föstudag.

Leikmennirnir þekkjast afar vel frá eftir að hafa alist upp á Akranesi og spilað með ÍA, en Arnór segir alla njóta þess að spila stutt.

„Við þekkjum hvorn annan mjög vel. Allir flottir fótboltamenn sem njóta þess að spila stuttar sendingar og hraðan bolta. Það virkaði í fyrri hálfleik, en svekkjandi að hafa ekki náð að skora fleiri mörk,“ sagði Arnór við Fótbolta.net.

Ísak segir þá alla tengja vel saman á æfingum og það sé ótrúlega gaman að hafa þrjá Skagamenn í byrjunarliðinu.

„Já, ótrúlega skemmtilegt. Þetta er líka svona á æfingum og finnst við vera með mjög góða tengingu og ótrúlega gaman að það byrja þrír Skagamenn inn á og allir vinstra megin. Kolbeinn Finns var líka mjög flottur og ótrúlega gaman að hafa þessa gæja með sér þarna inná,“ sagði Ísak.

Á morgun mætir Ísland liði Liechtenstein, en það er óvíst hvort þeir verði allir í liðinu á morgun. Jon Dahl Tomasson, stjóri Blackburn Rovers, náði samkomulagi við Åge Hairede um að Arnór myndi bara spila einn landsleik og þá gæti norski þjálfarinn gefið fleiri leikmönnum sénsinn gegn töluvert slakari mótherja.
Arnór: Ekkert gaman að spila eins og Barcelona og fá ekki stigin
Ísak: Man sjaldan eftir annarri eins frammistöðu hjá íslensku landsliði
Athugasemdir
banner
banner
banner