Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   fös 15. nóvember 2024 17:07
Elvar Geir Magnússon
Hareide vildi ekki gera eins og kollegi hans - Svona er líklegt lið Íslands
Icelandair
Hareide á landsliðsæfingu í vikunni.
Hareide á landsliðsæfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefán Teitur og Sverrir Ingi á æfingu í vikunni.
Stefán Teitur og Sverrir Ingi á æfingu í vikunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þjálfari Svartfellinga afhjúpaði byrjunarlið síns liðs á fréttamannafundi í dag en Age Hareide, landsliðsþjálfari Íslands, vildi ekki gera slíkt hið sama.

Hareide sagði að byrjunarliðinu yrði haldið leyndu eins lengi og mögulegt er en ýmislegt sé skoðað við valið, bæði frammistaða leikmanna í síðustu landsleikjum og hvernig gengur hjá þeim með félagsliðum sínum.

Allir leikmennirnir í íslenska hópnum æfðu í dag svo við höldum okkur við óbreytt líklegt byrjunarlið sem við birtum í upphafi vikunnar.

Leikur Svartfjallalands og Íslands verður klukkan 17:00 á morgun að íslenskum tíma.

Ef Ísland vinnur Svartfjallaland og Wales vinnur ekki Tyrkland á sama tíma þá verður leikur Wales og Íslands í Cardiff á þriðjudag úrslitaleikur um annað sæti riðilsins. Ef Ísland gerir jafntefli á laugardag og Wales tapar verður leikurinn á þriðjudag líka úrslitaleikur.


Á hættusvæði fyrir leikinn gegn Wales: Logi Tómasson, Mikael Egill og Hákon Rafn eru einu spjaldi frá leikbanni.

Landslið karla - Þjóðadeild
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Tyrkland 4 3 1 0 8 - 3 +5 10
2.    Wales 4 2 2 0 5 - 3 +2 8
3.    Ísland 4 1 1 2 7 - 9 -2 4
4.    Svartfjallaland 4 0 0 4 1 - 6 -5 0
Athugasemdir
banner
banner