Þeir Birnir Snær Ingason og Gísli Eyjólfsson, Halmstad bræður, héldur frá Íslandi og til Svíþjóðar síðasta vetur og sömdu við Halmstad sem er í sænsku úrvalsdeildinni.
Þeir skrifuðu báðir undir þriggja ára samninga en voru báðir orðaðir við heimkomu í haust; Gísli var orðaður við Breiðablik og ÍA og Birnir við Víking.
Þeir skrifuðu báðir undir þriggja ára samninga en voru báðir orðaðir við heimkomu í haust; Gísli var orðaður við Breiðablik og ÍA og Birnir við Víking.
Samkvæmt þeim upplýsingum sem Fótbolti.net hefur fengið er þó ekkert fararsnið á þeim, þeim líður vel úti og ætla sér að vera áfram.
Gísli er þrítugur miðjumaður sem byrjaði sautján leiki og kom við sögu í alls 27 leikjum á tímabilinu, skoraði eitt mark og lagði upp tvö. Hann kom frá Breiðabliki síðasta vetur.
Birnir er 27 ára kantmaður sem spilaði talsvert í fremstu línu á tímabilinu. Hann skoraði fjögur mörk, byrjaði sextán leiki og kom inn á í tíu. Hann var besti leikmaður Bestu deildarinnar 2023 þegar hann var leikmaður Víkings.
Halmstad endaði í 12. sæti sænsku deildarinnar, tveimur stigum fyrir ofan fallumspilið. Liðið endaði líka í 12. sæti tímabilið 2023.
Athugasemdir