Una Rós Unnarsdóttir hefur gengið til liðs við Fram frá uppeldisfélagi sínu, Grindavík. Hún gerir tveggja ára samning við Fram eða út tímabilið 2026.
Una er 22 ára kraftmikill og tæknilega öflugur miðjumaður sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Grindavík undanfarin ár þar sem hún bar fyrirliðabandið.
Una er 22 ára kraftmikill og tæknilega öflugur miðjumaður sem hefur verið í lykilhlutverki hjá Grindavík undanfarin ár þar sem hún bar fyrirliðabandið.
„Það er mikil ánægja innan þjálfarateymisins að sækja Unu til okkar. Tæknilega er hún afburða og með frábæra spyrnugetu. Við bindum miklar vonir við hana og hlökkum til samstarfsins með henni," segir Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram.
Fram endaði í öðru sæti Lengjudeildarinnar á síðasta tímabili og spilar í Bestu deildinni næsta sumar.
Athugasemdir