Viktor Nói Vidarsson mun ekki taka þátt í síðustu tveimur leikjum U19 landsliðsins í undankeppni fyrir EM á næsta ári vegna meiðsla.
Viktor, sem er sonur Arnars Þórs Viðarssonar, kom inn á sem varamaður gegn Aserbaídsjan á miðvikudag.
Hann var hins vegar borinn af velli skömmu síðar vegna ökklameiðsla. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hann farinn heim frá Moldóvu til Belgíu vegna meiðslanna.
Viktor, sem er sonur Arnars Þórs Viðarssonar, kom inn á sem varamaður gegn Aserbaídsjan á miðvikudag.
Hann var hins vegar borinn af velli skömmu síðar vegna ökklameiðsla. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hann farinn heim frá Moldóvu til Belgíu vegna meiðslanna.
Lestu um leikinn: Ísland U19 2 - 0 Aserbaídsjan U19
Viktor er sautján ára og er á mála hjá Gent þar sem faðir hans er íþróttastjóri. Hann var hluti af U17 ára landsliði Belgíu en var valinn í hóp U19 fyrir undankeppnina og var leikurinn á miðvikudag hans fyrsti fyrir yngri landslið Íslands.
Ísland vann 2-0 gegn Aserum og á eftir leiki gegn Írum og heimamönnum í Moldóvu. Spilað er á morgun og svo á þriðjudag.
Athugasemdir