Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   fös 15. nóvember 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viktor Nói farinn heim frá Moldóvu
Mynd: KAA Gent
Viktor Nói Vidarsson mun ekki taka þátt í síðustu tveimur leikjum U19 landsliðsins í undankeppni fyrir EM á næsta ári vegna meiðsla.

Viktor, sem er sonur Arnars Þórs Viðarssonar, kom inn á sem varamaður gegn Aserbaídsjan á miðvikudag.

Hann var hins vegar borinn af velli skömmu síðar vegna ökklameiðsla. Samkvæmt heimildum Fótbolta.net er hann farinn heim frá Moldóvu til Belgíu vegna meiðslanna.

Lestu um leikinn: Ísland U19 2 -  0 Aserbaídsjan U19

Viktor er sautján ára og er á mála hjá Gent þar sem faðir hans er íþróttastjóri. Hann var hluti af U17 ára landsliði Belgíu en var valinn í hóp U19 fyrir undankeppnina og var leikurinn á miðvikudag hans fyrsti fyrir yngri landslið Íslands.

Ísland vann 2-0 gegn Aserum og á eftir leiki gegn Írum og heimamönnum í Moldóvu. Spilað er á morgun og svo á þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner