Trent hafnar tilboðum Liverpool - West Ham stendur fast á verðmiðanum fyrir Kudus - Xabi Alonso hættir næsta sumar - Man Utd og Liverpool fylgjast með...
   fös 15. nóvember 2024 15:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þegar Gylfi segir eitthvað, þá hlustar fólk"
Icelandair
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Kristian Nökkvi Hlynsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi hrósaði Kristian í hástert.
Gylfi hrósaði Kristian í hástert.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti leikmaður í sögu landsliðsins, talaði um það á dögunum að Kristian Nökkvi Hlynsson ætti alltaf að vera í landsliðinu.

„Ég byrjaði seint í landsliðinu, því miður. Ég veit ekki af hverju," sagði Gylfi í Dr Football hlaðvarpinu. „Við erum með frábæran leikmann í Ajax í dag sem hefur ekki verið mikið með landsliðinu."

„Hann er bara geggjaður í fótbolta og á að vera í landsliðinu. Svona er þetta bara stundum. Þetta er mismunandi milli þjálfara."

Age Hareide, landsliðsþjálfari, sagði svo að Kristian hefði verið meira og minna meiddur síðan í ágúst. „Við erum ekki búin að gleyma Kristian en það verða allir að vera heilir til að vera í hópnum."

Tími hans hlýtur að fara að koma
Kristian var samt sem áður ekki í stóru hlutverki þegar hann var heill. Tími hans hlýtur samt að fara að koma, hæfileikarnir eru það gríðarlega miklir.

„Ég er spenntur fyrir Kristian Hlynssyni, eiginlega af því mér er sagt að vera það. Þú ert líka ekki keyptur fyrir svona pening til svona félags án þess að vera afskaplega leikmaður. Ég sá hann líka í U21 landsliðinu og það var bara 'holy shit, hvað er að gerast?' Hann hefur verið svolítið meiddur," sagði Tómas Þór Þórðarson í útvarpsþættinum Fótbolti.net.

„Hann er búinn að spila rosalega lítið upp á síðkastið, varla mínútu fyrir Ajax," sagði Tómas.

„Hann hefur verið lengi í landsliðshópnum án þess að fá mikið að spila. Þegar Gylfi segir eitthvað, þá hlustar fólk," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Hann er frábær í fótbolta enn hefur verið að glíma við mikið af meiðslum. Hann verður 21 árs í janúar. Þegar 16 ára voru allir að tala um hann. Við þurfum að fara að fá hann," sagði Tómas. „Það fer að koma að því, það hlýtur að vera," sagði Elvar.
Útvarpsþátturinn - Kári Árna, Evrópuvelgengni Víkings og landsliðið
Athugasemdir