Klukkan 17:00 tekur England á móti Írlandi á Wembley í lokaumferð 2. riðils í B-deild Þjóðadeildarinnar.
Heimir Hallgrímsson er þjálfari írska liðsins og gerir hann þrjár breytingar frá 1-0 sigrinum á Finnum á fimmtudag.
Þeir Matt Doherty og Mikey Johnston taka sér sæti á bekknum og Jason Knight tekur út leikbann. Þeir Dara O'Shea, Jayson Molumby og Mark McGuinness koma inn í liðið.
Lee Carsley, bráðabigðastjóri enska landsliðsins, gerir þrjár breytingar frá sigrinum gegn Grikkjum á fimmtudag. Þeir Lewis Hall, Tino Livramento og Harry Kane koma inn fyrir þá Ollie Watkins, Rico Lewis og Ezri Konsa. Þeir Hall og Livramento eru leikmenn Newcastle og það er einnig Anthony Gordon sem heldur sæti sínu í liðinu.
Heimir Hallgrímsson er þjálfari írska liðsins og gerir hann þrjár breytingar frá 1-0 sigrinum á Finnum á fimmtudag.
Þeir Matt Doherty og Mikey Johnston taka sér sæti á bekknum og Jason Knight tekur út leikbann. Þeir Dara O'Shea, Jayson Molumby og Mark McGuinness koma inn í liðið.
Lee Carsley, bráðabigðastjóri enska landsliðsins, gerir þrjár breytingar frá sigrinum gegn Grikkjum á fimmtudag. Þeir Lewis Hall, Tino Livramento og Harry Kane koma inn fyrir þá Ollie Watkins, Rico Lewis og Ezri Konsa. Þeir Hall og Livramento eru leikmenn Newcastle og það er einnig Anthony Gordon sem heldur sæti sínu í liðinu.
England þarf að ná í jafngóð úrslit eða betri en Grikkir ná gegn Finnum til að komast beint upp í A-deildina. Fyrir þessa lokaumferð er ljóst að Heimir og hans lærisveinar fara í umspil um að halda sér í B-deildinni.
Byjrunarlið Englands: Pickford, Livramento, Walker, Guehi, Hall, Jones, Gallagher, Bellingham, Madueke, Kane, Gordon
Byrjunarlið Írlands: Kelleher, O'Shea, McGuinness, Collins, Scales, O'Dowda, Ebosele, Cullen, Molumby, Ferguson, Szmodics
Klukkan 17:00 byrjar einnig leikur Noregs og Kasakstan og þar er Erling Haaland með fyrirliðabandið hjá Norðmönnum.
Athugasemdir