Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fös 17. desember 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Ingvar Jónsson (Víkingur R.)
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Adam Vilko segir skrýtnar sögur.
Adam Vilko segir skrýtnar sögur.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Kristall Máni, efnilegur.
Kristall Máni, efnilegur.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Luigi fékk ekki far heim.
Luigi fékk ekki far heim.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frans Elvarsson á eyðieyju, það væri eitthvað.
Frans Elvarsson á eyðieyju, það væri eitthvað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kjartan óþolandi? Ekki til í dæminu.
Kjartan óþolandi? Ekki til í dæminu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingvar varði mark Íslandsmeistar Víkings seinni hluta móts. Hann kom inn í liðið gegn KR í Mjólkurbikarnum og varði mark liðsins út tímabilið. Víkingur vann bæði deildina og bikarinn og átti Ingvar stóran þátt í báðum titlum, varði m.a. vítaspyrnu í uppbótartíma í næstsíðustu umferð deildarinnar.

Hann er uppalinn í Njarðvík en hefur einnig leikið með Stjörnunni á Íslandi. Fyrir tímabilið 2015 fór hann í atvinnumennsku og sneri til baka fyrir tímabilið 2020. Hann lék í Noregi með Start, Sandnes Ulf og Sandefjord áður en hann fór til Danmerkur og spilaði með Viborg.

Sjá einnig:
Ingvar: Þetta er greinilega uppáhaldshornið hans (19. sept)

Fullt nafn: Ingvar Jónsson

Gælunafn: Var stundum kallaður Gvari í gamla daga. Kingvar festist svoldið einnig út í Noregi, var að fýla það nick.

Aldur: 32 ára

Hjúskaparstaða: Trúlofaður.

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2006 í 2 deildinni með Njarðvík

Uppáhalds drykkur: Gulur collab

Uppáhalds matsölustaður: Serrano

Hvernig bíl áttu: Kia Ceed station fjölskyldubíl.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Horfi á mjög fjölbreytt sjónvarpsefni. Hef gaman af allskonar íslensku efni, Stóra sviðinu og Ísskápastríði t.d. Uppáhalds erlendu þættir eru Breaking bad, Dexter og Entourage.

Uppáhalds tónlistarmaður: Luigi

Uppáhalds hlaðvarp: Er mikill podcast nördi. Keyri brautina á hverjum degi þannig maður er duglegur að hlusta á allt það helsta. Steve Dagskrá eru að koma sterkir inn og svo er Doctorinn alltaf að verða betri og betri. Einnig verið harður fm95blö maður frá upphafi og elska að fá 1x auka þátt frá þeim í hverri viku.

Fyndnasti Íslendingurinn: Fm95blö gengið

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: (Ingvar) Kæri Heilsuveru notandi, ný gögn hafa borist.

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: úff dettur ekkert í hug svona í snöggu bragði.

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Kovacic, móti Inter 2014. Minnir að hann hafi hlaðið í þrennu, 2 mörkin einn í gegn og vippaði honum yfir mig.

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Sævar Júlíusson markmannsþjálfari hafði mikil áhrif á mig á yngri árum.

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Kjartan Henry

Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Peter Schmeichel.

Sætasti sigurinn: Koma nokkrir stórir uppí hugann. KR sigurinn í ár, FH lokaleikurinn 2014 og Lech Poznan sama ár í Evrópukeppninni. Svo sjúkir sigrar sem maður upplifði af bekknum með landsliðinu, Austuríki og England á EM voru huge.

Mestu vonbrigðin: Að hafa fótbrotnað í lokaleik 2017 í Noregi þegar útlit var fyrir að ég gæti tekið stórt skref á ferlinum eftir það season.

Uppáhalds lið í enska: Man Utd

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Eið Aron

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Kristall Máni

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Júlli Magg

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Íslenski klárlega Eiður Smári. Vel svo einnig besta markmann frá upphafi, Peter Schmeichel.

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Adam Páls

Uppáhalds staður á Íslandi: Út á golfvelli, nánast sama hvaða golfvelli sem er.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Datt í hug atvik frá 2010 þar sem við í Njarðvík spiluðum úrslitaleik við Reyni Sandgerði uppá það að komast upp um deild í lokaleik tímabilsins. Var vel peppaður og hörku stemning í stúkunni. Við byrjum með boltann, missum hann og þeir setja langan í gegn og ég tek sóknarmanninn niður. Set um leið íslandsmet með því að fá rautt spjald (11,4 sek). En sem betur fer endaði leikurinn 2-2 og þetta eyðilagði ekki tímabilið fyrir okkur!

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Var mjög hjátrúafullur á yngri árum. Gerði alltaf það sama fyrir leiki. og ekkert mátti útaf bregða í rútínunni. En núna í seinni tíð reyni ég að vera aðeins rólegri með þetta. En tek alltaf göngutúr á leikdegi og liðkandi æfingar. Reyni svo að taka góða slökun og fara yfir það í huganum hvað ég ætla að hafa fókus á í leiknum.

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist með körfunni á Íslandi.

Í hvernig fótboltaskóm / hönskum spilar þú: Adidas, spila svo í Rinat hönskum.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Dönskunni.

Vandræðalegasta augnablik: Að mæta í leik með 2 hægri hanska.

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Þórð Inga, Frans Elvars og Kristal Mána, held það yrði alvöru veisla.

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Líklega Adam Páls, á auðvelt með að skapa skrýtna stemmningu í klefanum með sögunum sínum og ræða hvað hann hefur borðað í vikunni. Líklega eini maðurinn í heiminum sem notar Vilko vöffluduft í boostið sitt til að bulka.

Hverju laugstu síðast: Líklega að Loga að ég væri að fara að vesenast í bænum til að sleppa við að skutla honum heim.

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Æfa föst leikatriði.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner