„Þetta var hörkuleikur. Það voru tvö góð lið að mætast og úr varð mikil skemmtun," sagði Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, eftir sigur á KR í vítaspyrnukeppni í átta-liða úrslitum Lengjubikarsins á Origo-vellinum í dag.
KR tók 3-0 forystu í seinni hálfleik en Valur kom til baka og tókst að jafna metin á 20 mínútna kafla.
KR tók 3-0 forystu í seinni hálfleik en Valur kom til baka og tókst að jafna metin á 20 mínútna kafla.
Lestu um leikinn: Valur 8 - 7 KR
„Það er erfitt að segja. Við náðum inn marki í 3-1 og þá kom smá blóð á tennurnar. Einhvern veginn vöknuðum við til lífsins ef svo má segja. Byrjunin á seinni hálfleik var alls ekki nógu góð en við stigum upp og gerðum það vel."
Haukur Páll var sá síðasti sem fór á punktinn í vítaspyrnukeppninni. Hann skoraði og tryggði Val áfram.
„Við fórum í vítakeppni á móti Fylki og maður var búinn að fá að æfa sig."
„Veturinn hefur gengið bara vel. Við höfum verið að prófa nýja hluti. Við mætum snemma á morgnana og æfum tvisvar á dag, tvisvar í viku. Það hefur gengið þokkalega vel fyrir sig. Það hefur heilt yfir gengið vel."
„Við munum reyna að berjast um alla þá titla sem eru í boði. Það eru kröfur sem eru settar hérna á Hlíðarenda."
Athugasemdir