Endurkoma á Trafford? - Liverpool vill Eze - Pogba til Bandaríkjanna - Duran til Madríd?
banner
   fim 20. júlí 2023 22:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Reyndi að fá Loga til Riga - Vonar að Birnir framlengi ekki
Logi í leiknum í kvöld.
Logi í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Birnir kom inn í byrjunarliðið.
Birnir kom inn í byrjunarliðið.
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Snemma á þessu ári var fjallað um það hér á Fótbolti.net að lettneska félagið Riga hefði reynt að fá Loga Tómasson frá Vikingi. Víkingur hafnaði tilboðinu og ekkert meira var úr því.

Tomislav Stipic, þjálfari Riga, nefndi Loga og fleiri Víkinga á nafn í viðtali eftir leikinn í kvöld.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 1 -  0 Riga FC

„Þeir eru með mjög góða leikmenn. Ég vildi fá (Loga) Tómasson til Riga FC í febrúar af því að hann er frábær leikmaður. Einnig (Birnir Snær) Ingason, (Danijel) Djuric og (Nikolaj) Hansen; þetta eru fótboltamenn af gamla skólanum með sköpunarmátt og hraða - frábærir. Númer 9 (Helgi Guðjónsson) sem kom inn á..."

„Ísland er land með sterka karaktera og eru alltaf að verða betri og betri í fótbolta. Ég óska þjálfaranum og liðinu alls hins besta,"
sagði Stipic.

Þjálfarinn sást ræða stuttlega við Loga á leið hans inn til búningsherbergja eftir leikinn. „Ég vildi fá hann í febrúar já, en yfirmaður fótboltamála (Kári Árnason) sagði honum að núna væri ekki tíminn til að fara til Riga. En kannski í næsta félagaskiptaglugga, við sjáum til."

Sjá einnig:
Kári um Loga: Mjög góð ákvörðun fyrir hans hönd

Eftir þetta einvígi, ætlar Stipic að kaupa einhverja íslenska leikmenn?

„Eins og ég sagði, Tómasson og Ingason eru frábærir. Ég vona að Birnir muni ekki framlengja samninginn sinn, held hann eigi bara 4-5 mánuði eftir. Hann er áhugaverður leikmaður," sagði Stipic og nefndi svo aftur leikmann númer níu, Helga Guðjónsson, sem skoraði eina mark leiksins í kvöld. „Þið eruð með mjög, mjög öfluga leikmenn á Íslandi. Trúið mér," sagði Stipic að lokum.

Sjá einnig:
Birnir í viðræðum við Víking - „Alltaf draumur að spila úti"
Þjálfari Riga viðurkennir mikið stress: Víkingur er frábært Evrópulið
Athugasemdir
banner
banner
banner