City vill Wirtz - Lookman orðaður við Newcastle og Man Utd - White gæti snúið aftur í landsliðið
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
Steini: Óvissa með leikkerfið en undirbúum okkur undir bæði
Sölvi Geir: Allir Víkingar mega vera stoltir af þessu liði
   fös 21. maí 2021 23:03
Stefán Marteinn Ólafsson
Orri Hrafn: Ef þú skorar fleiri mörk þá vinnurðu leikinn
Orri Hrafn Kjartansson leikmaður Fylkis.
Orri Hrafn Kjartansson leikmaður Fylkis.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkismenn tóku á móti Keflavík á Wurth vellinum núna í kvöld þegar fimmta umferð Pepsi Max deildar karla hóf göngu sína.

Fylkismenn höfðu fyrir þennan leik ekki enn unnið sigur á Íslandsmótinu og var því kjörið tækifæri þegar nýliðar Keflavíkur mættu í heimsókn að sækja sinn fyrsta sigur. Fylkir sigraði Keflvíkinga nokkuð þægilega 4-2 og var Orri Hrafn Kjartansson valinn maður leiksins.

Lestu um leikinn: Fylkir 4 -  2 Keflavík

„Númer eitt bara frábært að fá þrjú stig. Það var það sem skipti máli hérna í dag," sagði Orri Hrafn eftir leikinn.

„Geggjað að geta hjálpað liðinu og mjög gaman að geta skorað tvö mörk og vinna leikinn sem náttúrulega aðalatriðið."

Fylkismenn sóttu sinn fyrsta sigur í Pepsi Max deild karla í kvöld og var það mikill léttir fyrir hópinn.
„Já það er það, við fengum þungt högg með jöfnunarmarkið í Kórnum á loka mínútu og erfitt á móti Leikni og hefðum geta jafnað í lokinn en við þurftum að sanna að við eigum skilið að vera með fleirri stig og getum verið með fleirri stig og við þurftum að ná í þrjá punkta hér í kvöld.

„Mér fannst það bara hvernig við brugðumst við markinu þeirra snemma í leiknum, við tókum þá yfir í leiknum og vorum með yfirhöndina allan fyrri hálfleik og skoruðum tvö mörk og hefðum geta skorað fleiri og líka hvernig við byrjum seinni hálfleikinn og við skorum mörk og það er það sem skiptir mestu máli og ef þú skorar fleiri mörk en andstæðingurinn þá vinnurðu leikinn."

Nánar er rætt við Orra Hrafn Kjartansson í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner