Fylkismenn tóku á móti Keflavík á Wurth vellinum núna í kvöld þegar fimmta umferð Pepsi Max deildar karla hóf göngu sína.
Fylkismenn höfðu fyrir þennan leik ekki enn unnið sigur á Íslandsmótinu og var því kjörið tækifæri þegar nýliðar Keflavíkur mættu í heimsókn að sækja sinn fyrsta sigur. Fylkir sigraði Keflvíkinga nokkuð þægilega 4-2 og var Orri Hrafn Kjartansson valinn maður leiksins.
Fylkismenn höfðu fyrir þennan leik ekki enn unnið sigur á Íslandsmótinu og var því kjörið tækifæri þegar nýliðar Keflavíkur mættu í heimsókn að sækja sinn fyrsta sigur. Fylkir sigraði Keflvíkinga nokkuð þægilega 4-2 og var Orri Hrafn Kjartansson valinn maður leiksins.
Lestu um leikinn: Fylkir 4 - 2 Keflavík
„Númer eitt bara frábært að fá þrjú stig. Það var það sem skipti máli hérna í dag," sagði Orri Hrafn eftir leikinn.
„Geggjað að geta hjálpað liðinu og mjög gaman að geta skorað tvö mörk og vinna leikinn sem náttúrulega aðalatriðið."
Fylkismenn sóttu sinn fyrsta sigur í Pepsi Max deild karla í kvöld og var það mikill léttir fyrir hópinn.
„Já það er það, við fengum þungt högg með jöfnunarmarkið í Kórnum á loka mínútu og erfitt á móti Leikni og hefðum geta jafnað í lokinn en við þurftum að sanna að við eigum skilið að vera með fleirri stig og getum verið með fleirri stig og við þurftum að ná í þrjá punkta hér í kvöld.
„Mér fannst það bara hvernig við brugðumst við markinu þeirra snemma í leiknum, við tókum þá yfir í leiknum og vorum með yfirhöndina allan fyrri hálfleik og skoruðum tvö mörk og hefðum geta skorað fleiri og líka hvernig við byrjum seinni hálfleikinn og við skorum mörk og það er það sem skiptir mestu máli og ef þú skorar fleiri mörk en andstæðingurinn þá vinnurðu leikinn."
Nánar er rætt við Orra Hrafn Kjartansson í spilaranum hér fyrir ofan.
Stöðutaflan

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir