Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 21. nóvember 2022 18:07
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Bandaríkjanna og Wales: Pulisic og Bale mætast
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA

Bandaríkin og Wales eigast við í frændaslag í B-riðli heimsmeistaramótsins og hafa byrjunarliðin verið staðfest.


Bandaríska landsliðið teflir fram öflugu liði þar sem Matt Turner, varamarkvörður Arsenal, ver markið og má finna menn á borð við Sergino Dest, Tyler Adams, Weston McKennie og Christian Pulisic í byrjunarliðinu.

Walesverjar eru einnig með sínar stjörnur þar sem Gareth Bale og Aaron Ramsey byrja báðir. Þá eru Dan James og Harry Wilson einnig í byrjunarliðinu.

Bandaríkjamenn eru með öflugan varamannabekk þar sem má meðal annars finna Brendan Aaronson, Claudio Reyna og DeAndre Yedlin á meðan Walesverjar eiga Ben Davies, Joe Allen og Levi Colwill meðal varamanna.

Bandaríkin: Turner, Dest, Zimmermann, Ream, Robinson, Adams, Musah, McKennie, Pulisic, Weah, Sargent.
Varamenn: Horvath, Johnson, Reyna, Ferreira, Aaronson, De la Torre, Long, Morris, Roldan, Moore, Wright, Carter-Vickers, Yedlin, Acosta, Scally.

Wales: Hennessey, Williams, Davies, Mepham, Ampadu, Rodon, Wilson, Ramsey, Bale, Roberts, James.
Varamenn: Ward, Davies, Gunter, Allen, Johnson, Moore, Morrell, Lockyer, Williams, Harris, Thomas, Levitt, Cabango, Colwill.


Athugasemdir
banner
banner
banner