Réttarhöldin yfir Mason Greenwood, 21 árs leikmanni Manchester United, hefjast 27. nóvember á næsta ári. Hann er sakaður um nauðgunartilraun.
Greenwood mætti í yfirheyrslu í réttarsal í Manchester í morgun en yfirheyrslan var aðeins um tíu mínútna löng.
Greenwood mætti í yfirheyrslu í réttarsal í Manchester í morgun en yfirheyrslan var aðeins um tíu mínútna löng.
Greenwood er ákærður fyrir fyrir tilraun til nauðgunar, fyrir ofbeldisfulla hegðun og fyrir að hafa ráðist á fyrrum kærustu sína, Harriet Robson. Hún tók upp myndbönd og myndir af Greenwood sem fóru á netið í janúar mánuði á þessu ári.
Síðan Greenwood var handtekinn hefur hann hvorki æft né spilað með Manchester United sem heldur samt sem áður áfram að borga laun hans.
Athugasemdir