Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 21. nóvember 2022 17:45
Ívan Guðjón Baldursson
Pinamonti fær 20 daga bann en missir ekki af leik
Mynd: EPA

Andrea Pinamonti, sóknarmaður Sassuolo, var dæmdur í 20 daga leikbann frá Serie A fyrir að hafa móðgað starfsmann lyfjaeftirlitsins.


Pinamonti var skikkaður í lyfjapróf eftir Serie A viðureign Sassuolo gegn Atalanta 15. október og móðgaði eftirlitsmanninn það alvarlega að hann ákvað að kvarta. 

Niðurstaða dómsins vekur athygli þar sem Pinamonti fær 20 daga bann frá Serie A sem tekur strax gildi. Hann missir því ekki af neinum part keppnistímabilsins vegna bannsins, sem rennur út 10. desember.

Pinamonti verður því klár í slaginn strax eftir áramót þegar Sassulo hefur leik að nýju með leik gegn fallbaráttuliði Sampdoria.

Pinamonti er 23 ára gamall og var keyptur frá Inter síðasta sumar fyrir 20 milljónir evra. Hann er þó aðeins kominn með þrjú mörk í fimmtán leikjum á tímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner