Nágrannafélög berjast um Wharton - Osimhen gæti verið áfram á Ítalíu - Zidane til Juventus?
   lau 22. mars 2025 11:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Birnir Snær minnti á sig með sigurmarki
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Halmstad vann í gær Kalmar 1-0 í æfingaleik en um næst síðasta leik Halmstad fyrir fyrsta leik í sænsku úrvalsdeildinni í gær.

Birnir Snær Ingason var hetja liðsins en hann skoraði eina mark liðsins. Það er jákvætt fyrir Birni sem var ekki á frábærum stað fyrir mánuði síðan, var ekki í leikmannahópi liðsins í bikarleik.

Liðin spiluðu 2x30 mínútur í gær og átti Birnir góðan leik, skapaði færi í fyrri hálfleiknum og skoraði svo eftir frákast. Hann hefði svo getað skorað skömmu seinna eftir undirbúning frá Gísla Eyjólfssyni.

Birnir lék allan leikinn en Gísli kom inn á í lok fyrri hálfleiks.

Halmstad á æfingaleik á morgun gegn Oskashamn og svo viku síðar er leikur gegn Degerfors í 1. umferð deildarinnar. Birni og Gísli eru á leið í sitt annað tímabil með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner