mán 22. október 2018 13:43
Elvar Geir Magnússon
Jón Þór tekur við kvennalandsliðinu - Jeffs aðstoðar (Staðfest)
Jón Þór Hauksson á fréttamannafundi í dag.
Jón Þór Hauksson á fréttamannafundi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson hefur verið staðfestur af KSÍ sem nýr þjálfari A-landsliðs kvenna, hann tekur við af Frey Alexanderssyni.

Ian Jeffs, fyrrum leikmaður ÍBV og fyrrum þjálfari kvennaliðs ÍBV, hefur verið ráðinn aðstoðarþjálfari.

Samningar þeirra eru til tveggja ára en þeir sitja fyrir svörum á fréttamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ klukkan 14.

Smelltu hér til að fara á heimasvæði Fótbolta.net á Facebook þar sem fundurinn verður sýndur í beinni.

Jón Þór var aðstoðarþjálfari meistaraflokks ÍA og tók við liðinu eftir að Gunnlaugur Jónsson hætti í fyrra. Hann stýrði Skagamönnum á lokaspretti Íslandsmótsins.

Í sumar var hann aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í karlaflokki.

Jeffs gerði kvennalið ÍBV að bikarmeisturum í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner