Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
   mán 23. ágúst 2021 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Einhver óvæntasta stjarna í næstefstu deild sem ég hef séð í háa herrans tíð"
Lengjudeildin
Sigurður Bjartur
Sigurður Bjartur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Hrefna Morthens
Sigurður Bjartur Hallsson hefur átt frábært tímabil með Grindavík í Lengjudeildinni. Hann hefur skorað sextán mörk í sautján leikjum sem er tvöfalt meira en hann skoraði í nítján leikjum í fyrra.

Sigurður er framherji sem verður 22 ára í næstu viku. Hann er uppalinn hjá Grindavík og er á sinni þriðju heilu leiktíð með meistaraflokki félagsins.

Grindavík hefur skoraði 31 mark og því hefur Sigurður skorað ríflega helming marka liðsins. Hann er næstmarkahæstur í deildinni, með tveimur mörkum minna en Pétur Theódór Árnason.

Sigurður Bjartur var til umræðu í tengslum við leik Þróttar og Grindavíkur í útvarpsþættinum Fótbolti.net á laugardag.

„Um leið og Þróttarar komust yfir í þessum leik þá kom víst svakalegur skjálfti í þá. Þeir voru hræddir að vera komnir í forystuna. Sigurður Bjartur Hallsson, enn og aftur, ég spyr hvar væri Grindavík væri í töflunni ef hans nyti ekki við," sagði Elvar Geir Magnússon.

„Nógu vont er tímabilið að vera (hjá Grindavík). Sigurður Bjartur gæti alveg stolið gullskónum af Pétri Theódór. Hann er kominn með sextán mörk strákurinn. Það hefur kannski ekki verið talað nóg um Sigurð Bjart því þetta er einhver óvæntasta stjarna í næstefstu deild sem ég hef séð í háa herrans tíð," sagði Tómas Þór Þórðarson.

„Það er talað um að hann sé að uppskera laun erfiðisins, hann sé búinn að leggja mikið á sig til að bæta sinn leik. Maður kann alltaf að meta svoleiðis," sagði Elvar.

„Hann stoppar ekkert eftir fyrstu leikina, er áfram á fleygiferð. Hann er vinnusamur, duglegur, ótrúlega fylginn sér, grjótharður og hefur fínan hraða. Það er hundleiðinlegt að spila á móti honum, fullt í honum," sagði Úlfur Blandon. Í kjölfarið hófst sú umræða hvort Grindavík næði að halda Sigurði innan sinna raða.

„Markaðurinn er þannig að það vantar öllum leikmann. Það vantar alla einhvern sem getur skorað. Það verður mjög auðvelt fyrir hann að komast í efstu deild ef hann ætlar ekki að halda Grindvíkingum á næstu leiktíð sem honum ber engin skylda til," sagði Tómas Þór.

Umræðan hefst eftir rúmar 70 mínútur í spilaranum hér að neðan. Komið er inn á vonbrigðasumar Grindavíkur þrátt fyrir markaskorun Sigurðs.
Útvarpsþátturinn - Boltinn með Blandon og Fram fögnuður
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner